Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

5 dagar, 7 klukkustundir
28. oktober 2017
6 dagar, 7 klukkustundir
29. oktober 2017
9 dagar, 16 klukkustundir
1. nóvember 2017
12 dagar, 7 klukkustundir
4. nóvember 2017
12 dagar, 21 klukkustundir
5. nóvember 2017
16. oktober, 2017 - mg

Ćfing fyrir Afreks- og Framtíđarhóp

Á föstudaginn fer fram æfing fyrir Afrekshóp og Framtíðarhóp í TBR. Æfingin er frá klukkan 19:20 til 21:00 og er í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: Brynjar Már Ellertsson ÍA, Andri Broddason TBR, Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Þórður Skúlason BH, Þórunn Eylands TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannesdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Róbert Ingi Huldarsson BH og Atli Tómasson TBR. Vinsamlegast látið Atla vita ef þið komist ekki. Netfangið hans er atli@badminton.is og símanúmerið 846-2248. 

15. oktober, 2017 - mg

Úrslit Vetrarmóts TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Að þessu sinni var keppt bæði í A- og B-flokki. Í flokki U13 vann Steinar Petersen TBR en hann vann Eirík Tuma Briem TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 24-22 og 21-18. Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik í flokki táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Einar Óli Guðbjörnsson og Jónas Orri Egilsson TBR en þeir lögðu Steinar Petersen og Eirík Tuma Briem TBR í úrslitum eftir oddalotu 12-21, 21-18, 21-17. Í tvenndarleik unnu Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR Arnar Svan Huldarsson og Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH í úrslitum 23-21, 21-9. Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-19, 21-13. Lilja Bu TBR vann í einliðaleik meyja en hún vann í úrslitum Sigurbjörgu Árnadóttur TBR 21-18, 21-9. Báðar voru þær að keppa upp fyrir sig. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-12, 21-17. Í tvíliðaleik meyja unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR þær Lilju Berglindi Harðardóttur og Rakel Rut Kristjánsdóttur BH 21-15, 21-18. Í tvenndarleik unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR þau Steinþór Emil Svavarsson og Lilju Berglindi Harðardóttur BH 21-13, 21-17. Gústav vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U17/U19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR en hann vann í úrslitum Andra Broddason TBR eftir oddalotu 16-21, 21-19, 21-19 í einliðaleik drengja. Þórunn Eylands TBR vann Katrínu Völu Einarsdóttur BH í úrslitum í einliðaleik telpna 21-11, 21-12. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Broddason og Elís Þór Dansson TBR Símon Orra Jóhannsson TBR og Þórð Skúlason BH eftir oddalotu 17-21, 26-24, 21-14. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH þær Önnu Alexöndru Petersen og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 10-21, 21-19, 21-10. Í tvenndarleik unnu Elís Þór Dansson og Þórunn Eylands TBR en þau unnu í úrslitum Þórð Skúlason og Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-7, 21-16. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Vetrarmóti TBR.
Næsta mót á Dominos unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 25. - 26. nóvember næstkomandi.
13. oktober, 2017 - mg

Ţjálfaranámskeiđ 1A, 1B og 1C

Í vetur mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þremur þjálfaranámskeiðum, Badmintonþjálfara 1A, Badmintonþjálfara 1B og Badmintonþjálfara 1C. Námskeiðin verða haldin á Höfuðborgarsvæðinu ef næg þátttaka fæst en lágmarksfjöldi skráninga er átta þjálfarar. Kennarar á námskeiðunum verða Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir, íþróttafræðingar og badmintonþjálfarar. Tímasetningar: Badmintonþjálfari 1A - sunnudagur 22. október og sunnudagur 29. október 2017 - Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 19. október. Badmintonþjálfari 1B - helgin 17. - 18. febrúar 2018 - Síðasti skráningardagur fimmtudagur 8. febrúar.
Badmintonþjálfari 1C - helgin - 3. - 4. mars 2018 - Síðasti skráningardagur fimmtudagur 22. febrúar. Öll námskeiðin verða kennd á höfuðborgarsvæðinu og verður nánari dagskrá og staðsetning tilkynnt þegar nær dregur og þátttaka liggur fyrir. Hvert námskeið er 20 kennslustundir og verður þeim skipt niður á tvo daga. Hluti námskeiðanna verður í formi heimaverkefna og því má reikna með að kennsla hvern dag verði ekki meiri en 4 - 6 klukkustundir. Þátttakendur námskeiðsins þurfa að taka einnig dómaranámskeið BSÍ sem fer fram miðvikudagskvöldið 1. nóvember en það er hluti af Þjálfaranámskeiði 1A. Kostnaður: 1A kr. 15.000 , 1B kr. 15.000, 1C kr. 15.000. Öll námskeiðin keypt í einu kr. 40.000,-
Badmintonbókin - Kennsluskrá BSÍ eftir Kenneth Larsen er innifalin í námskeiðsgjaldi. Badmintonþjálfara 1A. Bókin er notuð til kennslu á öllum þjálfaranámskeiðum BSÍ. Í lausasölu kostar bókin 5.000 kr.
Inntökuskilyrði
Lágmarksaldur til þátttöku í þjálfara 1 er 16 ár. Til að geta tekið þjálfara 1B þurfa þjálfarar að hafa lokið námskeiði 1A og til að geta tekið 1C þarf að ljúka bæði 1A og 1B. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi.
Íþróttahreyfingin hefur samræmt kerfi er við kemur menntun þjálfara. ÍSÍ sér um að kenna almennan hluta námsins en BSÍ sér um sérhæfðan badmintonhluta. Upplýsingar um almennan hluta ÍSÍ má nálgast á heimasíðunni www.isi.is.
Badmintonhreyfingin á Íslandi er ekki mjög stór og því ekki oft hægt að halda sömu námskeiðin. Hvetjum ykkur til að nýta námskeiðin sem nú verða í boði og senda unga og efnilega þjálfara á námskeið ásamt þeim sem vilja rifja upp og/eða læra nýjar aðferðir.
Skráningar óskast sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn og kennitölur þátttakenda ásamt upplýsingum um kennitölu greiðanda.
13. oktober, 2017 - mg

Dómaranámskeiđ - 1. nóvember

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi. Námskeiðið er fyrir verðandi dómara og fer fram í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal klukkan 19:30 til 21:00. Dómgæsla fer fram á Meistaramóti BH í Strandgötunni helgina 17. - 19. nóvember. Kennari námskeiðsins er Laufey Sigurðardóttir. Skráning fer fram með því að senda póst til Badmintonsambandsins í netfangið bsi@badminton.is. Námskeiðið er bæði ætlað spilurum og öðrum sem hafa gaman af badminton. Skráningarfrestur er til föstudagsins 27. október.
13. oktober, 2017 - mg

Vetrarmót unglinga fer fram um helgina

Þriðja mót unglingamótaraðar BSÍ, Vetrarmót TBR, er um helgina. Á mótinu er, að þessu sinni, bæði spilað í A-flokki og B-flokki. Alls taka 102 keppendur frá sex félögum; BH, Hamri, ÍA, KR, TBR og HBF-Færeyjum þátt í mótinu. Í A-flokk eru skráðir 47 leikmenn frá BH, Hamri, ÍA, KR, TBR og HBF-Færeyjum. Í B-flokk eru skráðir 55 leikmenn frá BH, ÍA og TBR. Keppt er í flokkum U13, U15, U17/U19 í öllum greinum. Leiknir verða 188 leikir, 157 á laugardaginn og 31 leikur á sunnudaginn. Mótið hefst klukkan 10 á laugardag og fer fram í TBR. Spilað er fram í undanúrslit þann dag en undanúrslit og úrslit fara fram á sunnudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.