Reykjavíkurmeistarar 2017

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki stóð Kristófer Darri Finnsson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla er hann vann í úrslitum Róbert Þór Henn TBR eftir oddalotu 13-21, 21-19, 21-13. Harpa Hilmisdóttir BH er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna en spilað var í riðli í greininni. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR eftir oddalotu í úrslitaleik 21-14, 19-21, 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Þau fengu úrslitaleik gegn Daníel Jóhannessyni og Sigríði Árnadóttur TBR gefinn.

Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR Einar Sverrisson TBR í úrslitum í einliðaleik karla 21-17, 21-11. Halla María Gústafsdóttir BH vann Unu Hrund Örvar BH í einliðaleik í A-flokki 21-18, 21-11. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR eftir sigur á Geir Svanbjörnssyni TBR og Þórhalli Einissyni Hamri í úrslitum 21-11, 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Dís Stefánsdóttur TBR og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-15, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Þau unnu í úrslitum Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR eftir oddalotu 12-21, 23-21, 21-19.

Jón Sigurðsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Andri Broddason TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki eftir sigur á Agli Þór Magnússyni Aftureldingu eftir oddalotu 21-14, 21-23, 22-20. Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en hún sigraði í úrslitum Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 21-19, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA en þeir unnu í úrslitum Egil Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu 21-3, 21-14. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Irena Rut Jónsdóttir ÍA en þær unnu Önnu Alexöndru Petersen og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 23-21, 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS en þau unnu Andra Broddason og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR í úrslitum 21-16, 21-14.

Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna. Myndir frá Reykjavíkurmótinu má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Síðasta mót vetrarins er Meistaramót Íslands sem verður haldið í TBR helgina 7. - 9. apríl næstkomandi.

 

Skrifađ 19. mars, 2017
mg