Kári hampar sjötta Íslandsmeistaratitlinum í einliđaleik í röđ

Í úrslitum einliðaleiks karla mættust Kári Gunnarsson og Kristófer Darri Finnsson, báðir úr TBR.
Kári hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðastliðin fimm ár en Kristófer Darri hefur ekki orðið Íslandsmeistari í einliðaleik.
Kári var með yfirhöndina allan leikinn og vann hann örugglega 21-11, 21-13. Með því tryggði hann sér sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð í einliðaleik karla.
Kári spilar einnig til úrslita í tvíliðaleik karla ásamt Daníel Thomsen sem varð Íslandsmeistari í tvenndarleik fyrr í dag.

 

Skrifađ 9. apríl, 2017
mg