Margrét er Íslandsmeistari í einliðaleik

Í úrslitum einliðaleiks kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Margrét vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í einliðaleik í fyrra.

Margrét var með yfirburði alla fyrri lotuna og vann hana örugglega 21-7. Seinni lotan var jafnari en hún endaði samt með sigri Margrétar 21-15.

Margrét er því Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik fyrr í dag og spilar í úrslitum tvíliðaleiks kvenna á eftir. Hún á því möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari í dag.

Skrifað 9. apríl, 2017
mg