Davíð Bjarni og Kristófer Darri eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik

Daníel Thomsen og Kári Gunnarsson mættu Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni, allir úr TBR, í úrslitum tvíliðaleiks karla.

Eftir mjög skemmtilegan og spennandi leik unnu Davíð Bjarni og Kristófer sinn fyrsta titil í meistaraflokki þegar þeir unnu leikinn eftir oddalotu 21-17, 15-21, 21-16.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson eru Íslandsmeistaraar í tvíliðaleik karla 2017.

Nú er síðasti úrslitaleikurinn í meistaraflokki í gangi, tvíliðaleikur kvenna. 

 

Skrifað 9. apríl, 2017
mg