Margrét er þrefaldur Íslandsmeistari

Margrét Jóhannsdóttir TBR varð rétt í þessu þrefaldur Íslandsmeistari þegar hún, ásamt Sigríði Árnadóttur, sigraði Elsu Nielsen TBR og Drífu Harðardóttur ÍA í úrslitum tvíliðaleiks kvenna í meistaraflokki. Þær unnu í tveimur lotum 21-19, 21-14.

Með því varð Margrét nítjándi einstaklingurinn frá upphafi Meistaramótsins, í rúmlega 75 ár, til að verða þrefaldur Íslandsmeistari.

Nú eru í gangi úrslit í A-, B- og Æðstaflokki.

 

Skrifað 9. apríl, 2017
mg