íslandsmeistarar í A-flokki

Haukur Gylfi Gíslason Samherjum er Íslandsmeistari í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Harald Guðmundsson TBR eftir oddalotu 12-21, 21-17, 21-18.

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna en hún vann Unu Hrund Örvar BH í úrslitum 21-13, 21-13.

Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik. Þeir unnu Indriða Björnsson TBR og Þórhall Einisson Hamri í úrslitum 21-13, 21-15.

Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH unnu titilinn í tvíliðaleik kvenna. Þær unnu Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-12, 21-17.

Í tvenndarleik mættu Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR þeim Birgi Hilmarssyni og Sigrúnu Marteinsdóttur í úrslitum. Haraldur og Guðbjörg unnu eftir oddalotu 21-14, 17-21, 21-18 og hömpuðu því Íslandsmeistaratitlinum.

Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017

Myndir frá mótinu má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands 

Skrifað 9. apríl, 2017
mg