Íslandsmeistarar í Æðstaflokki

Æðstiflokkur er fyrir keppendur á aldrinum 50-60 ára. Íslandsmeistari í einliðaleik karla í Æðstaflokki er Árni Haraldsson TBR. Hann vann í úrslitum, eftir oddalotu, Aðalstein Huldarsson ÍA 12-21, 21-12, 21-10.

Einn tvíliðaleikur karla var spilaður í flokknum en þar mættust Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B. Sverrisson TBR og Alexander Eðvarðsson TBR og Egill Þór Magnússon Aftureldingu. Gunnar Þór og Sigfús fóru með sigur úr bítum 21-15, 21-18 og urðu þar með Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í Æðstaflokki.

Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017

Myndir frá Meistaramóti Íslands má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 9. apríl, 2017
mg