Flottir leikir Afrekshópsins í tvíliđaleik í Lettlandi

Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson mættu Róberti Inga Huldarssyni og Tomasi Dovydaitis frá Litháen í tvíliðaleik á Alþjóðlega lettneska mótinu í dag. Davíð og Kristófer unnu 21-11, 21-15.

Eiður Ísak Broddason og Daníel Jóhannesson kepptu gegn Glib Beketov og Ivar Medynskiy frá Úkraín. Eiður og Daníel unnu 21-17, 21-14.

Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir öttu kappi við Maija Krzywachi og Inalotta Suutarinen frá Finnlandi og báru sigur úr bítum 21-19, 21-19.

Sextán liða úrslit í tvíliðaleik fara fram á morgun og munu öll íslensku liðin keppa í þeim nema Róbert Ingi Huldarsson og meðspilari hans, Tomas Dovydaitis sem býr reyndar á Íslandi. 

Fyrstu leikir í tvenndarleik eru að hefjast.

Skrifađ 2. júní, 2017
mg