Góđur árangur í Lettlandi

Keppt var í 16 liða úrslitum á Alþjóðlega lettneska mótinu í morgun. Davíð Bjarni og Kristófer Darri mættu Karolis Eimutaitis og Edgaras Slusnys frá Litháen. Davíð og Kristófer unnu 21-19, 21-12. Daníel og Eiður Ísak mættu Juha Honkanen og Miika Lahtinen frá Finnlandi og unnu 21-15, 21-18. Margrét og Sigríður mættu norsku stúlkunum Marie Christensen og Ida Höyland og unnu 21-13, 21-11. Með því komust öll tvíliðaleikspörin áfram í átta liða úrslit í tvíliðaleik.

Margrét og Kristófer áttu mjög tvísýna og spennandi viðureign í 16 liða úrslitum í tvenndarleik gegn Robert Cybulski og Wiktoria Dabczynska frá Póllandi. Leiknum lauk með sigri Margrétar og Kristófers eftir oddalotu 20-22, 21-19, 22-20. Þau komust með því í átta liða úrslit.

Átta liða úrslitin fóru svo fram nú síðdegis. Í þeim duttu Davíð og Kristófer út eftir að tapa fyrir Frökkunum Mathieu Gangloff og Tom Rodrigues 11-21, 11-21. Daníel og Eiður duttu líka úr keppni eftir að hafa tapað fyrir Eloi Adam og Samy Covee frá Frakklandi en þeim var raðað númer fjögur inn í greinina. Leikurinn endaði 00-21, 19-21. Margrét og Sigríður mættu pari sem var raðað númer eitt inn í tvíliðaleik kvenna, Kristin Kuuba og Helina Rüütel frá Eistlandi. Margrét og Sigríður töpuðu 13-21, 12-21 og hafa því lokið keppni.

Í átta liða úrslitum í tvenndarleik mættu Kristófer og Margrét norska parinu Fredrik Kristenen og Solvar Flaten Jorgensen. Þau kepptu hér á Íslandi á Iceland International í janúar síðastliðnum og þeim var raðað númer eitt inn í tvenndarleikinn. Þau unnu Kristófer og Margréti 21-19, 21-16.

Með því hafa íslensku keppendurnir lokið keppni í Lettlandi en árangur þeirra var mjög góður, sérstaklega í tvíliða og tvenndarleik. Þau fara til Litháen á morgun og hefja keppni á Alþjóðlega litháenska mótinu á fimmtudaginn.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í lettneska mótinu.

Skrifađ 3. júní, 2017
mg