Sigríđur komin inn í ađalkeppnina

Sigríður Árnadóttir vann síðasta leik sinn í forkeppni einliðaleiks kvenna á Alþjóðlega litháenska mótinu í morgun og vann sér þannig inn keppnisrétt í aðalkeppni mótsins. Hún sigraði Merit Mägi frá Eistlandi örugglega 21-10, 21-8. Hún mætir svo í fyrsta leik Manon Krieger frá Frakklandi en henni er raðað númer átta inn í einliðaleik kvenna í mótinu.

Margrét Jóhannsdóttir etur kappi við Monika Radovska frá Lettlandi í einliðaleik á eftir. Síðar í dag hefjast einnig leikir í tvíliða- og tvenndarleik.

Skrifađ 9. júní, 2017
mg