Margrét komin áfram í einliðaleik

Aðalkeppni Alþjóðlega litháenska mótsins hófst nú eftir hádegi með einliðaleikjum. Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Monika Radovska frá Lettlandi og vann auðveldlega 21-9, 21-14. Hún mætir svo Dana Danilenko frá Ísrael á morgun. Sigríður Árnadóttir atti kappi við Manon Krieger frá Frakklandi en henni var raðað númer átta inn í greinina. Sigríður tapaði 12-21, 14-21.

Keppni í tvíliðaleik karla hófst nú síðdegis. Eiður Ísak Broddason og Daníel Jóhannesson öttu kappi við pólskt par sem var raðað númer eitt inn í greinina, Lukasz Moren og Wojciech Szkudlarczyk sem unnu 11-21, 12-21. Róbert Ingi Huldarsson og Tomas Dovydaitis töpuðu fyrir Mathias Thyrri og Sören Toft frá Danmörku 10-21, 16-21. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson léku gegn Mohmed Misbun Misbun Shawal og Muhammed Izzuddin Shamsul Muzli frá Malasíu. Þeir malasísku slógu íslensku strákana úr leik með því að sigra 21-18, 21-14.

Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir sátu hjá í fyrstu umferð í tvíliðaleik og leika ekki fyrr en á morgun.

Skrifað 9. júní, 2017
mg