TBR tapađi fyrir Frökkunum í dag

TBR lék fyrsta leik sinn í dag í Evrópukeppni félagsliða sem fer nú fram í Mílanó á Ítalíu. Liðið mætti frönsku liði, BC Chambly Oise sem er raðað númer þrjú inn í keppnina.

Bestu úrslitin hjá TBR voru í tvíliðaleik kvenna, sem Marrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir léku fyrir hönd TBR. Þær töpuðu eftir oddalotu 8-21, 21-14, 15-21. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson áttu líka góðan tvíliðaleik þrátt fyrir að hafa tapað 17-21, 14-21.

Daníel Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 13-21, 6-21 og Arna Karen Jóhannsdóttir tapaði 7-21, 4-21.

Davíð Bjarni og Arna Karen léku tvenndarleik og töpuðu 10-21, 6-21.

TBR tapaði því leiknum 0-5. Smellið hér til að sjá úrslit og viðureignir dagsins. 

Á morgun mætir TBR BAD 79 Anderlecht frá Belgíu. 

Skrifađ 20. júní, 2017
mg