Fyrsta mót tímabilsins er annađ kvöld

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun föstudaginn 8. september og hefst klukkan 18.

Mótið er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls níu á þessu keppnistímabili, sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 14 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Kristófer Darri Finnsson TBR fær röðun númer eitt og Eiður Ísak Broddason TBR fær röðun númer tvö. 

Aðeins fjórir keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og þar er keppt í riðli. Smellið hér til að sjá tímasetningar í einliðaleik kvenna.

Annað mót mótaraðarinnar, Atlamót ÍA, er helgina 23. - 24. september.

Skrifađ 7. september, 2017
mg