Unglingamót KA er um helgina

Annað mót unglingamótaraðar BSÍ, Unglingamót KA, er haldið um helgina á Akureyri.

Alls taka 87 keppendur þátt frá fimm félögum, BH, KA, Samherjum, TBR og TBS þátt í mótinu. Keppt er í flokkum U11, U13, U15 og U17/U19 í öllum greinum. Leiknir verða 229 leikir á mótinu.

Mótið hefst klukkan 9 á laugardag og lýkur um klukkan 14:30 á sunnudegi. Leikið verður í KA húsinu við Dalsbraut.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Laugardagur

U11 og U13 einliðaleikur kl.9-14:40
U15 og U17/U19 einliðaleikur kl. 14:20-18:20
U15 tvenndarleikur kl. 18:00-18:40.
Leikið er til úrslit í einliðaleik á laugardegi.

Sunnudagur

Allir flokkar tvíliða- og tvenndarleikur 9:00-14:30.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

 

Skrifađ 28. september, 2017
mg