top of page
Search
  • bsí

Áramótaannáll 2019





Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2019 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.


Janúar

Árið hófst á Meistaramóti TBR fyrstu helgina í janúar en mótið var hluti af mótaröð Badminonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Róbert Þór Henn TBR sem vann Jónas Baldursson TBR í úrslitaleiknum 21 - 15 og 21 - 14. Í einliðaleik kvenna var keppt í einum fjögurra manna riðli. Var það Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR sem vann alla sína leiki og varð þar með sigurvegari í einliðaleik kvenna. Í öðru sæti varð Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en hún vann tvo leiki og tapaði einum.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Eið Ísak Broddasyni TBR / Róberti Þór Henn TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 12 og 21 - 12.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR / Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Unnu Erla og Þórunn öruggan sigur 21 - 16 og 21 - 5.

Í tvenndarleik unnu þau Davíð Bjarna Björnsson TBR / Erla Björg Hafsteinsdóttur BH þau Kristófer Darri Finnsson TBR / Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir oddalotu. 21 - 19, 14 - 21 og 21 - 17.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Andri Broddason TBR. Hann mætti Einari Sverrissyni TBR og vann öruggan sigur 21 - 14 og 21 - 7.

Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það Lilja Bu TBR sem vann alla sína leiki. Í öðru sæti varð Björk Orradóttir TBR en hún vann tvo leiki og tapaði einum.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Haraldur Guðmundsson TBR / Jón Sigurðsson TBR og Andri Broddason TBR / Einar Sverrisson TBR. Voru það Haraldur og Jón sem unnu leikinn 21 - 15 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Áslaug Jónsdóttir TBR / Hrund Guðmundsdóttir Hamar og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Var leikurinn mjög jafn og spennandi en voru það svo Áslaug og Hrund sem unnu eftir oddalotu, 21 - 17 , 18 - 21 og 21 - 14.

Í tvenndarleik mættust Jón Sigurðsson TBR / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Gústav Nilsson TBR / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Voru það Jón og Guðrún sem unnu leikinn í tveimur lotum 21 - 14 og 21 - 16.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Gabríel Ingi Helgason BH og Egill Magnússon Aftureldingu. Var það Gabríel sem vann leikinn nokkuð örugglega 21 - 16 og 21 - 8.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Gunnar Örn Ingólfsson TBR / Steinþór Óli Hilmarsson TBR og Gabríel Ingi Helgason BH / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH til úrslita. Voru það Gunnar og Steinþór sem unnu leikinn 21 - 19 og 21 - 13.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH / Sunnar Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Sigríður Theódóra Eiríksdóttir BH / María Kristinsdóttir BH.

Í tvenndarleik léku til úrslita Egill Magnússon Aftureldingu / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu og Sebastían Vignisson BH / Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Voru það Sebastían og Svanfríður sem unnu leikinn 24 - 22 og 21 - 14


Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Yonex Estonian International 2019 sem fram fór aðra helgina í janúar en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gaf stig á heimslistann. Eiður Ísak Broddason og Kristófer Darri Finnsson tóku þátt í einliðaleik og Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson kepptu í tvíliðaleik. Eiður Ísak mætti Joran Kweekel frá Hollandi og fór svo að Joran vann 21 - 11 og 21 - 14.

Kristófer Darri fékk fyrsta leik sinn gefinn gegn Adel Hamek frá Alsír og mætti hann Arnaud Merkle frá Frakklandi í næstu umferð. Kristófer tapaði þeim leik 21 -13 og 21 - 16.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu gegn Maxime Briot og Kenji Lovang frá Frakklandi í 32 liða úrslitum í tvíliðaleik karla nú í dag á Yonex Estonian International mótinu. Fór leikurinn í oddalotu eftir að strákarnir töpuðu fyrstu lotunni 9 - 21 en unnu þá seinni 21 - 17. Í oddalotunni voru það frakkarnir sem voru sterkari og unnu leikinn 17 - 21.


Óskarsmót KR var haldið í janúar og keppt var í Meistaraflokki, A- og B flokki. Mótið var hluti af Stjörnumótaröð sambandsins og gaf stig á styrkleikalista þess. Kristófer Darri Finnsson TBR vann þrefalt á mótinu og var þetta fjórða mótið á þessu keppnistímabili sem hann nær þeim áfanga. Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR þar sem Kristófer vann leikinn 21 - 12 og 21 - 18.

Í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR og Júlíana Karítast Jóhannsdóttir TBR. Vann Sigríður fyrri lotuna öruggt 21 - 9 en sú seinni var mjög jöfn en endaði að lokum með sigri Sigríðar 21 - 19.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson / Davíð Bjarni Björnsson TBR og Daníel Jóhannesson / Jónas Baldursson TBR. Unnu Kristófer og Davið nokkuð öruggan sigur 21 - 10 og 21 - 14. Kristófer og Davíð hafa unnið öll mótin sem búin eru í tvíliðaleik á þessu tímabili.

Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Margrét Jóhannsdóttir / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björn Hafsteinsdóttir / Þórunn Eylands Harðardóttir BH / TBR. Unnu Margrét og Sigríður 21 - 13 og 21 - 19.

Í tvenndarleik mættust Kristófer Darri Finnsson / Margrét Jóhannsdóttir TBR og Davíð Bjarni Björnsson / Erla Björg Hafsteinsdóttir TBR / BH. Þurfti oddalotu til að knýja fram úrslit en það voru að lokum Kristófer og Margrét sem unnu leikinn 21 - 8 , 17 - 21 og 21 - 17.

A.flokkur

Í einliðaleik karla sigraði Andri Broddason TBR en hann mætti Brynjari Má Ellertssyni ÍA í úrslitaleik. Vann Andri leikinn 21 - 17 og 21 - 17. Í einliðaleik kvenna mættust Lilja Bu TBR og Björk Orradóttir TBR og var það Lilja Bu sem sigraði leikinn 21 - 16 og 21 - 15. Í tvíliðaleik karla voru það Bjarni Þór Sverrisson / Eysteinn Högnason TBR sem stóðu upp sem sigurvegarar en leikið var í fjögurra liða riðli. Í öðru sætu voru Andri Broddason / Einar Sverrisson TBR. Í tvíliðaleik kvenna voru það svo Erla Rós Heiðarsdóttir / Sunna Karen Ingvarsdóttir BH / Aftureldingu sem unnu en leikið var í þriggja liða riðli. Í öðru sætu urðu mæðgurnar Halla Stella Sveinbjörnsdóttir / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik var einnig leikið í riðli en þar voru fjögur lið skráð til leiks. Voru 3 lið sem voru jöfn að sigrum og lotum og þurfti því að telja stig til að knýja fram sigurvegara. Voru það Einar Sverrisson / Björk Orradóttir TBR sem stóðu uppi sem sigurvegarar og í öðru sæti voru Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en aðeins munaði einu stigi á milli þessara liða.

B.flokkur

Í einliðaleik karla mættust Egill Magnússon Aftureldingu og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Var það Egill sem vann leikinn 21 - 16 og 12 - 17. Í tvíliðaleik karla mættust Egill Magnússon / Þórarinn Heiðar Harðarson Aftureldingu og Arnór Tumi Finnsson / Sebastían Vignisson ÍA / BH. Unnu Arnór og Sebastían leikinn 21 - 13 og 21 - 18. Í tvenndarleik voru þrjú lið skráð til leiks og var leikið í einum riðli. Voru það Kristian Óskar Sveinbjörnsson / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH sem unnu báða sína leiki og þar með riðilinn. Í öðru sæti voru svo Egill Magnússon / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna og tvíliðaleik kvenna.

Fært var á milli flokka í janúar og var ein færsla gerð að þessu sinni. Var Eysteinn Högnason TBR færður úr A.flokk og í Meistaraflokk.


Iceland International mótið fór fram í janúar. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls tóku 110 leikmenn þátt í mótinu frá 22 löndum þátt í mótinu, 81 erlendir og 29 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta og stóðu íslensku keppendurnir sig frábærlega. Í einliðaleik karla sigraði Daninn Mikkel Enghoj. Hann sigraði Kasper Lehikoinen frá Finnaldni 21-19 og 21-17.

Í einliðaleik kvenna mættust þær Ayla Huser frá Sviss og Abigail Holden frá Englandi. Ayla sigraði 16-21, 24-22 og 21-6.

Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Bruno Carvalho og Tomas Nero frá Portúgal en þeir unnu þá Mads Marum og Mattias Xu frá Noregi 21-13 og 21-11. Í tvíliðaleik kvenna mættust Abigail Holden og Sian Kelly frá Englandi og Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir Íslandi. Endaði leikur með sigri þeirra Abigail og Sian 23-21 og 21-18. Tvenndarleikinn sigruðu svo heimafólkið Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir en þau spiluðu gegn Etha Van Leeuwen og Annie Lado frá Englandi. Unnu Kristófer og Margrét glæsilegan 21-13 og 21-18 sigur.

Ítarleg umfjöllun um Iceland International er aftar í ársskýrlunni.


Landsliðsæfingar fóru fram undir stjórn Atla Jóhannessonar.


Febrúar

Reykjavík International Games 2019 - Unglingameistaramót TBR fór fram í húsum TBR dagana 2-3.febrúar. Voru 146 leikmenn skráðir til leiks og þar af um 50 keppendur frá Færeyjum

Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess.

Máni Berg Ellertsson ÍA, Gabríel Ingi Helgason BH og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR urðu öll þrefaldir sigurvegarar á mótinu. Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig.

U13 Boys Singles

1.sæti. Máni Berg Ellertsson

2.sæti. Arnar Freyr Fannarsson


U13 Girls Singles

1.sæti. Eira Ásbjørnsdóttir Petersen

2.sæti. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir


U13 Boys Doubles

1.sæti. Arnar Freyr Fannarsson Máni Berg Ellertsson

2.sæti. Christian Berg Petersen Jaspur Jacobsen


U13 Girls Doubles

1.sæti. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Katla Sól Arnarsdóttir

2.sæti. Eva Kallsberg Jacobsen Rebekka Eysturskarð


U13 Mixed Doubles

1.sæti. Máni Berg Ellertsson Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

2.sæti. Ari Páll Egilsson Emma Katrín Helgadóttir

U15 Boys Singles

1.sæti. Gabríel Ingi Helgason

2.sæti. Eiríkur Tumi Briem


U15 Girls Singles

1.sæti. Lilja Bu

2.sæti. Oddbjørg Í Buð Justinussen


U15 Boys Doubles

1.sæti. Gabríel Ingi Helgason Kristian Óskar Sveinbjörnsson

2.sæti. Daníel Máni Einarsson Eiríkur Tumi Briem


U15 Girls Doubles

1.sæti. Lilja Bu Sigurbjörg Árnadóttir

2.sæti. Erla Johannesen Oddbjørg Í Buð Justinussen


U15 Mixed Doubles

1.sæti. Gabríel Ingi Helgason María Rún Ellertsdóttir

2.sæti. Einar Óli Guðbjörnsson Lilja Bu

U17 Boys Singles

1.sæti. Sigurður Patrik Fjalarsson

2.sæti. Stefán Árni Arnarsson


U17 Girls Singles

1.sæti. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2.sæti. Miriam Í Grótinum


U17 Boys Doubles

1.sæti. Gústav Nilsson Stefán Árni Arnarsson

2.sæti. Sigurður Patrik Fjalarsson Tómas Sigurðarson


U17 Girls Doubles

1.sæti. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

2.sæti. Anna Alexandra Petersen Karolina Prus


U17 Mixed Doubles

1.sæti. Gústav Nilsson Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2.sæti. Tómas Sigurðarson Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

U19 Boys Singles

1.sæti. Eysteinn Högnason

2.sæti. Árant Á Mýrini


U19 Girls Singles

1.sæti. Sissal Thomsen

2.sæti. Þórunn Eylands


U19 Boys Doubles

1.sæti. Bjarni Þór Sverrisson Eysteinn Högnason

2.sæti. Árant Á Mýrini Jónas Djurhuus


U19 Girls Doubles

1.sæti. Halla María Gústafsdóttir Una Hrund Örvar

2.sæti. Miriam Í Grótinum Sissal Thomsen


U19 Mixed Doubles

1.sæti. Jónas Djurhuus Sissal Thomsen

2.sæti. Eysteinn Högnason Una Hrund Örvar


Í febrúar ákváðu Landsliðsþjálfarar og stjórn BSÍ að farið yrði í eftirfarandi verkefni á árinu 2019.

· Æfingaferð á Danish Junior Open ( U15 – U17 ) – 31.maí – 2.júní

· HM unglinga í Kazan , Rússlandi. Liða- og einstaklingskeppni ( U19 ) – 30.sept – 13.okt

· Yonex Latvia International – 29.maí – 2. júní

· Yonex Lithuania International – 5. – 9.júní

· European Games sem fram fer í Minsk, Hvíta-Rússlandi – 24. – 30 júní

· HM einstaklinga sem fram fer í Basel , Sviss 19. – 25. Ágúst

· Sumarskóli Evrópu í Slóveníu í júlí

· North Atlantic Camp í Grænlandi í júlí

Kári Gunnarsson keppti í alþjóðlegu móti sem fór fram í Íran. Heitir mótið The 28th Iran Fajr International Challenge 2019 og líkt og nafnið gefur til kynna er mótið hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Mótið var mjög fjölmennt í einliðaleik karla og hófst aðalkeppnin á 64 keppendum en einnig var áður keppt í forkeppni í einliðaleik karla þar sem 32 keppendur voru. Það er staðan á heimslistanum sem ákvarðar hverjir þurfa að fara í forkeppni og hverjir komast beint inn í aðalkeppnina. Kári fór beint inn í aðalkeppnina og í 64 manna úrslitum mætti hann Alberto Alvin Yulianto frá Indónesíu en hann þykir mikið efni þar í landi en hann er 19 ára gamall. Kári vann Alberto nokkuð örugglega 21 - 14 og 21 - 16. Í 32 manna úrslitum mætti Kára rússanum Sergey Sirant en honum var raðað nr. 3 inn í mótið. Sergey er sem stendur í 73. sæti heimslistans en Kári er nr. 174. Átti Kári í fullu kappi við hann en leiknum lauk með sigri Sergey 21 - 16 og 21 - 18.


Deildakeppnin var haldin í febrúar að vanda. Alls voru 17 lið frá fjórum félögum skráð til leiks. Íslandsmeistarar félagsliða urðu TBR Undirhundar en liðið skipuðu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Þórunn Eylands Harðardóttir, Kristófer Darri Finnsson, Ívar Oddsson, Jónas Baldursson og Eysteinn Högnason. TBR vann sér með því inn keppnisrétt á Evrópukeppni félagsliða. Badmintonfélag Hafnarfjarðar urðu Íslandsmeistara liða í A.- og B.flokki.


Landsbankamót ÍA fór fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu dagana 23-24.febrúar. Voru 121 leikmenn skráðir til leiks í flokkum U11 - U19. Í U11 var einungis leikinn einliðaleikur.

Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Halla María Gústafsdóttir BH og Brynjar Már Ellertsson ÍA náðu þeim glæsilega árangri að sigra þrefallt. Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig.

U11 snáðar - einliðaleikur

1. Erik Valur Kjartansson, BH

2. Úlfur Þórhallsson, Hamar


U11 snótir - einliðaleikur

1. Katla Sól Arnarsdóttir, BH

2. Eva Viktoría Vopnadóttir, BH

U13 hnokkar - einliðaleikur

1. Ari Páll Egilsson, TBR

2. Arnar Freyr Fannarsson, ÍA


U13 tátur - einliðaleikur

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir. BH

2. Sóley Birta Grímsdóttir, ÍA


U13 hnokkar - tvíliðaleikur

1. Ari Páll Egilsson, TBR Funi Hrafn Eliasen, TBR

2. Arnar Freyr Fannarsson, ÍA Viktor Freyr Ólafsson, ÍA


U13 tátur - tvíliðaleikur

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH Katla Sól Arnarsdóttir, BH

2. Birgitta Valý Ragnasdóttir, TBR Hrafnhildur Magnúsdóttir, TBR


U13 hnokkar/tátur - tvenndaleikur

1. Máni Berg Ellertsson, ÍA Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, BH

2. Birkir Darri Nökkvason, BH Lena Rut Gígja, BH

U15 sveinar - einliðaleikur

1. Kristian Óskar Sveinbjörnsson, BH

2. Eiríkur Tumi Briem , TBR


U15 meyjar - einliðaleikur

1. Margrét Guangbing Hu, Hamar

2 .Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir, Afturelding


U15 sveinar - tvíliðaleikur

1. Guðmundur Adam Gígja, BH Jón Sverrir Árnason, BH

2. Daníel Máni Einarsson, TBR Eiríkur Tumi Briem, TBR


U15 meyjar - tvíliðaleikur

1. Margrét Guangbing Hu, Hamar María Rún Ellertsdóttir, ÍA

2. Lilja Bu, TBR Sigurbjörg Árnadóttir, TBR


U15 sveinar/meyjar - tvenndaleikur

1. Eiríkur Tumi Briem, TBR Sigurbjörg Árnadóttir, TBR

2. Einar Óli Guðbjörnsson, TBR Lilja Bu, TBR

U17 drengir - einliðaleikur

1. Gústav Nilsson, TBR

2. Tómas Sigurðarson, TBR


U17 telpur - einliðaleikur

1. Lilja Bu, TBR

2. Karolina Prus, TBR


U17 drengir - tvíliðaleikur

1. Sigurður Patrik Fjalarsson, TBR Tómas Sigurðarson, TBR

2. Gústav Nilsson, TBR Stefán Árni Arnarsson, TBR


U17 telpur - tvíliðaleikur

1. Karolina Prus, TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir, TBR

2. Karítas Perla Elídóttir, BH Natalía Ósk Óðinsdóttir, BH


U17 drengir/telpur - tvenndaleikur

1. Sigurður Patrik Fjalarsson, TBR Karolina Prus, TBR

2. Tómas Sigurðarson, TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir, TBR

U19 piltar - einliðaleikur

1. Brynjar Már Ellertsson, ÍA

2. Andri Broddason, TBR


U19 stúlkur - einliðaleikur

1. Halla María Gústafsdóttir, BH

2. Björk Orradóttir, TBR


U19 piltar - tvíliðaleikur

1. Brynjar Már Ellertsson, ÍA Davíð Örn Harðarson, ÍA

2. Andri Broddason, TBR Daníel Ísak Steinarsson, BH


U19 stúlkur - tvíliðaleikur

1. Halla María Gústafsdóttir, BH Una Hrund Örvar, BH

2. Björk Orradóttir, TBR Eva Margit Atladóttir, TBR


U19 piltar/stúlkur - tvenndaleikur

1. Brynjar Már Ellertsson, ÍA Halla María Gústafsdóttir, BH

2. Daníel Ísak Steinarsson, BH Una Hrund Örvar, BH


Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Úganda dagana 21. - 24. febrúar. Mótið var hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári átti mjög gott mót þrátt fyrir að vera veikur allan tímann á meðan dvöl hans var í Úganda. Kári var orðinn veikur þegar hann flaug til Úganda en honum var raðað nr.6 inn í mótið og sá á mótaskránni að með góðu spili ætti hann góða möguleika á að fara langt í mótinu en leist illa á blikuna á að geta keppt þegar hann kom út. Kári ákvað þó að láta á það reyna að spila fyrsta leikinn þrátt fyrir talsverð veikindi og fór því með því hugarfari að reyna að vera mjög hugmyndaríkur í spili sínu.

Kári var undirbúinn undir það að aðstæður í Afríku gætu verið erfiðar, boltarnir sem leikið var með voru mjög hraðir enda heitt í höllinni og einnig gat verið smá vindur sem blés inn um höllina.

Kári mætti Joel König í 32 manna úrslitum og vann Kári þann leik örugglega 21 - 9 og 21 - 17. Í 16 manna úrslitum mætti hann Batdavaa Munkhbat frá Mongólíu og vann Kári þann leik í oddalotu 21 - 23 , 21 - 14 og 21 - 15. Í 8 manna úrslitum mætti Kári, Anuoluwapo Juwon Opeyori frá Nígeríu en hann var með fjórðu röðun inn í mótið. Kári þurfti einnig oddalotu í þeim leik til að vinna 21 - 14, 15 - 21 og 21 - 18. Í undanúrslitum lék Kári svo við Bahaedenn Ahmad Alshanrik frá Jórdaníu en hann er í 124.sæti heimslistans en Kári er í 168.sæti listans. Kári vann Bahaedenn í tveimur lotum 22 - 20 og 21 - 15.

Úrslitaleikurinn var minnisverður, ekki bara útaf spilinu heldur líka sökum þess að rétt áður en leikurinn átti að hefjast fór rafmagnið af höllinni og ekki var hægt að kveikja ljósin aftur fyrr en 6 klst. síðar. Leikurinn fór svo að lokum í gang kl 22:30 en andstæðingur Kára var efnilegur indverji Rahul Bharadwaj B.M. Leikurinn var mjög jafn en Kári vann fyrstu lotuna 24 - 22 og byrjaði mjög vel í annarri lotunni líka. Kári komst í 20 - 19 og átti möguleika á að klára leikinn og vinna mótið en Rahul vann stigið og að lokum lotuna 20 - 22. Þurfti því oddalotu til að skera úr um úrslit og komst Rahul yfir 8 - 0 í byrjun hennar en Kári barðist vel og náði að komast yfir í stöðunni 17 - 16 en tapaði svo næstu fimm stigunum og því 2.sætið raunin hjá Kára á þessu móti.


Samstarfssamningur Badmintonsambands Íslands og Mjólkursamsölunnar var undirritaður í dag í húsum Mjólkursamsölunnar. Samningurinn er til maí 2020. Með samningnum mun fullorðinsmótaröð sambandsins fá nafnið Hleðslubikarinn og þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2019 og 2020 fá nafnbótina bikarmeistari. Á það við um einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í Meistara- , A – og B flokki.


Æfingabúðir landsliða og landsliðsæfingar fóru fram í febrúar undir stjórn Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara og Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara.


Mars

Í byrjun mars var skrifað undir í höfuðstöðvum Badmintonsambandsins samstarfssamningur á milli Badmintonsambands Íslands, RSL á Íslandi og RSL í Evrópu. Orrabúð ehf nýr umboðsaðili fyrir RSL á Íslandi hafði milligöngu um að koma á samstarfssamningi á milli Badmintonsambandsins og RSL í Evrópu sem gildir til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands munu eingöngu nota fatnað frá RSL í landsliðsverkefnum og kúlur frá RSL á öllum æfingum og í öllum keppnum á vegum Badmintonsambandsins. RSL í Evrópu og RSL á Íslandi munu leggja Badmintonsambandinu til allan fatnað fyrir leikmenn allra landsliða Íslands í Badminton næstu þrjú árin.

„Það er mikið fagnaðarefni að fá sterkan bakhjarl sem er tilbúinn til að styðja við það góða starf sem unnið er á vegum sambandsins. Þessi samningur gerir okkur kleift að nýta þá fjármuni sem við höfum úr að spila í að auka útbreiðslu íþróttarinnar og styðja við bakið á bæði afreksfólki í íþróttinni og hinum almenna iðkanda. Nýr umboðsaðili RSL á Íslandi hefur sýnt því mikinn áhuga að styðja við sambandið og finna leiðir til að auka áhuga á íþróttinni og auka útbreiðslu og það er okkur fagnaðarefni að fá öflugt fyrirtæki eins og RSL í Evrópu til að vinna með sambandinu og styðja þau verkefni sem við erum að vinna að. Landsliðin okkar munu fá glæsilega nýja landsliðsbúninga og svo mun alþjóðlega mótið okkar Iceland International nú bera nafn RSL næstu þrjú árin en mótið hefur farið ört stækkandi“. segir Kjartan Ágúst Valsson framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands.

"Það er okkur sem nýjum dreifingaraðila fyrir RSL vörur mjög gleðilegt að hafa haft milligöngu um samstarf RSL í Evrópu og Badmintonsambandsins. RSL á Íslandi vill vinna með bæði með félögum hér á landi og einnig með sambandinu að aukinni útbreiðslu íþróttarinnar. Fyrsta skrefið er að gera þennan samstarfssamning við Badmintonsambandið en einnig höfum við á prjónunum samninga við aðildarfélög sambandsins“ segir Einar Þór Magnússon eigandi RSL á Íslandi.


Í mars fór fram Reykjavíkurmót fullorðinna en mótið er hluti af stjörnumótaröð sambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess.

Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR unnu þrefalt á mótinu og er þetta fimmta mótið á þessu keppnistímabili sem Kristófer nær þessum áfanga.

Meistaraflokkur

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR þar sem Kristófer vann leikinn 21 - 18 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Vann Margrét leikinn nokkuð örugglega 21 - 14 og 21 - 8.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson / Davíð Bjarni Björnsson TBR og Daníel Jóhannesson / Jónas Baldursson TBR. Þurfti þrjár lotur til að knýja fram úrslitin. Fyrstu lotuna unnu Daníel og Jónas 25 - 23 en Davíð og Kristófer unnu svo aðra lotuna 21 - 17 og þá þriðju 21 - 17. Kristófer og Davíð hafa unnið öll mótin sem búin eru í tvíliðaleik á þessu tímabili. Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Margrét Jóhannsdóttir / Sigríður Árnadóttir TBR og Erla Björn Hafsteinsdóttir / Elín Þóra Elíasdóttir BH / TBR. Þurfti einnig oddalotu til að fá úrslitin úr þessum leik. Margrét og Sigríður unnu fyrstu lotuna 21 - 15 en Erla og Elín unnu þá seinni 21 - 14. Sigríður og Margrét unnu svo þriðju lotuna sannfærandi 21 - 5. Í tvenndarleik mættust Kristófer Darri Finnsson / Margrét Jóhannsdóttir TBR og Eiður Ísak Broddason / Halla María Gústafsdóttir TBR / BH. Unnu Kristófer og Margrét öruggan sigur 21 - 10 og 21 - 9.

A.flokkur

Í einliðaleik karla sigraði Einar Sverrison TBR en hann mætti Andra Broddasyni í úrslitaleik. Vann Einar leikinn 22 - 20 og 21 - 16. Í einliðaleik kvenna mættust Lilja Bu TBR og Ivalu Birna- Falck Petersen Samerherja og var það Lilja Bu sem sigraði leikinn 21 - 9 og 21 - 18. Í tvíliðaleik karla voru það Bjarni Þór Sverrisson / Gústav Nilsson TBR en þeir léku gegn Andra Broddasyni / Einari Sverrissyni TBR. Var leikurinn gríðar spennandi en lauk að lokum með sigri Bjarna og Gústavs 21 - 18, 18 - 21 og 21 - 19. Í tvíliðaleik kvenna mættust Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Björk Orradóttir / Lilja Bu TBR. Unnu Guðbjörg og Guðrún 21 - 12, 15 - 21 og 21 - 11. Í tvenndarleik mættust svo Gústav Nilsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Einar Sverrisson og Björk Orradóttir TBR. Unnu Gústav og Guðbjörg 21 - 17 og 21 -19.

B.flokkur

Í einliðaleik karla mættust Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Þórarinn Heiðar Óskarsson Aftureldingu. Var það Kristian sem vann leikinn 16 - 21, 21 - 18 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna var spilað í 3ja manna riðli þar sem Rakel Rut Kristjánsdóttir BH vann báða sína leiki. Í öðru sæti var Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu

Í tvíliðaleik karla mættust Gabríel Ingi Helgason / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Arnór Tumi Finnsson / Sebastían Vignisson ÍA / BH. Unnu Gabríel og Kristian leikinn 21 - 18, 11 - 21 og 25 - 23. Í tvíliðaleik kvenna mættust Anna Ósk Óskarsdóttir / María Kristinsdóttir BH og Erla Rós Heiðarsdóttir / Sunna Karen Ingvarsdóttir BH / Afturelding. Voru það Anna og María sem unnu nokkuð öruggan sigur 21 - 11 og 21 - 12. Í tvenndarleik spiluðu Egill Magnússon / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu gegn Helga Jónssyni / Elísu Wang TBR. Voru það Egill og Sunna sem unnu leikinn 21 - 15 og 21 - 10.


Íslandsmót unglinga 2019 fór fram 23-24 mars. Mótið var haldið í samstarfi við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) og voru alls skráðir til leiks 143 keppandi frá 7 félögum. 6 keppendur náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar.

U11

Emma Katrín Helgadóttir TBR

U13 Lilja Bu TBR

U15 María Rún Ellertsdóttir ÍA Gabríel Ingi Helgason BH

U17

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR Gústav Nilsson TBR


TBR hlaut titilinn Prúðasta liðið í ár


Hér má svo sjá lista yfir alla þá sem unnu til verðlauna á mótinu

U11 Einliðaleikur snáðar

1. Úlfur Þórhallsson

2. Óðinn Magnússon

U11 Einliðaleikur snótir

1. Emma Katrín Helgadóttir

2. Birgitta Valý Ragnarsdóttir

U11 Tvíliðaleikur snáðar

1. Erik Valur Kjartansson Rúnar Gauti Kristjánsson

2. Brynjar Petersen Óðinn Magnússon

U11 Tvíliðaleikur snótir

1. Birgitta Valý Ragnarsdóttir Emma Katrín Helgadóttir

2. Elín Helga Einarsdóttir Katla Sól Arnarsdóttir

U11 Tvenndarleikur snáðar/snótir

1. Óðinn Magnússon Emma Katrín Helgadóttir

2. Brynjar Petersen Birgitta Valý Ragnarsdóttir

U13 A Einliðaleikur hnokkar

1. Einar Óli Guðbjörnsson

2. Ari Páll Egilsson

U13 B Einliðaleikur hnokkar

1. Theodór Ingi Óskarsson

2. Magnús Þór Hauksson

U13 A Einliðaleikur tátur

1. Lilja Bu

2. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

U13 B Einliðaleikur tátur

1. Dagbjört Erla Baldursdóttir

2. Hrafnhildur Magnúsdóttir

U13 Tvíliðaleikur hnokkar

1. Ari Páll Egilsson Funi Hrafn Eliasen

2. Arnar Freyr Fannarsson Máni Berg Ellertsson

U13 Tvíliðaleikur tátur

1. Lilja Bu Sigurbjörg Árnadóttir

2. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir Sóley Birta Grímsdóttir

U13 Tvenndarleikur hnokkar/tátur

1. Einar Óli Guðbjörnsson Lilja Bu

2. Máni Berg Ellertsson Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

U15 A Einliðaleikur sveinar

1. Gabríel Ingi Helgason

2. Kristian Óskar Sveinbjörnsson

U15 B Einliðaleikur sveinar

1. Jón Víðir Heiðarsson

2. Heimir Yngvi Eiríksson

U15 A Einliðaleikur meyjar

1. María Rún Ellertsdóttir

2. Margrét Guangbing Hu

U15 B Einliðaleikur meyjar

1. Dómhildur Ýr Iansdóttir Gray

2. Ragnheiður Arna Torfadóttir

15 Tvíliðaleikur sveinar

1. Gabríel Ingi Helgason Kristian Óskar Sveinbjörnsson

2. Guðmundur Adam Gígja Jón Sverrir Árnason

U15 Tvíliðaleikur meyjar

1. Margrét Guangbing Hu María Rún Ellertsdóttir

2. Guðbjörg Skarphéðinsdóttir Ragnheiður Arna Torfadóttir

U15 Tvenndarleikur sveinar/meyjar

1. Gabríel Ingi Helgason María Rún Ellertsdóttir

2. Steinar Petersen Sigurbjörg Árnadóttir

U17 A Einliðaleikur drengir

1. Gústav Nilsson

2. Sigurður Patrik Fjalarsson

U17 B Einliðaleikur drengir

1. Freyr Víkingur Einarsson

2. Þorleifur Fúsi Guðmundsson

U17 A Einliðaleikur telpur

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2. Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

U17 B Einliðaleikur telpur

1. Karen Guðmundsdóttir

2. Natalía Ósk Óðinsdóttir

U17 Tvíliðaleikur drengir

1. Gústav Nilsson Stefán Árni Arnarsson

2. Sigurður Patrik Fjalarsson Tómas Sigurðarson

U17 Tvíliðaleikur telpur

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir

2. Anna Alexandra Petersen Karolina Prus

U17 Tvenndarleikur drengir/telpur

1. Gústav Nilsson Júlíana Karitas Jóhannsdóttir

2. Stefán Árni Arnarsson Anna Alexandra Petersen

U19 A Einliðaleikur piltar

1. Eysteinn Högnason

2. Andri Broddason

U19 B Einliðaleikur pilta

1. Kári Gunnarsson

2. Friðrik Ingi Sigurjónsson

U19 A Einliðaleikur stúlkur

1. Þórunn Eylands

2. Una Hrund Örvar

U19 Tvíliðaleikur piltar

1. Bjarni Þór Sverrisson Eysteinn Högnason

2. Brynjar Már Ellertsson Davíð Örn Harðarson

U19 Tvíliðaleikur stúlkur

1. Halla María Gústafsdóttir Una Hrund Örvar

2. Eva Margit Atladóttir Þórunn Eylands

U19 Tvenndarleikur piltar/stúlkur

1. Einar Sverrisson Þórunn Eylands

2. Brynjar Már Ellertsson Halla María Gústafsdóttir


Landsliðsæfingar fóru fram undir stjórn Atla Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfara


Apríl

Í apríl fór Meistaramót Íslands fram í Íþróttrahúsinu Strandgötu hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Mótið var hluti af mótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista þess. Til keppni voru skráðir 130 leikmenn frá níu félögum. Flestir keppendur komur úr TBR eða 63 talsins en næst fjölmennastir voru BH-ingar með 39 keppanda. Íslandsmeistarar í Meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Drífa Harðardóttir ÍA. Í tvenndarleik : Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson TBR. Íslandsmeistara í A flokki urðu : Í einliðaleik Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ivalu Birna Falck-Petersen Samherja. Í tvíliðaleik Brynjar Már Ellertsson og Pontus Rydström ÍA og Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik : Brynjar Már Ellertsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir ÍA. Varð Brynjar Már ÍA því þrefaldur Íslandsmeistari í A.flokk Íslandsmeistarar í B flokku urðu : Í einliðaleik Gabríel Ingi Helgason BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Í tvíliðaleik Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik Gabríel Ingi Helgason og Anna Ósk Óskarsdóttir BH. Varð Gabríel Ingi Helgason því þrefaldur Íslandsmeistari í B.flokki Íslandsmeistarar í Æðstaflokki ( 50-60 ára) í tvíliðaleik voru þeir Gunnar Þór Bollason og Sigfús B. Sverisson TBR. Í Heiðursflokki ( 60 +) varð Hrólfur Jónsson TBR Íslandsmeistari.


Kári Gunnarsson tók þátt í 20th Victor Dutch International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári mætti í fyrstu umferð Julien Carraggi frá Belgíu og þurfti að játa sig sigraðan 21 - 17 og 21 - 14. Kári er sem stendur í 145.sæti heimslistans en Julien er í sæti 253.

Fyrri lotan var mjög jafn framan af og var staðan 16 - 16 en þá náði Julien að slíta sig frá Kára. Í seinni lotunni var leikurinn jafn fram að stöðunni 8 - 8 en eftir það var Julien með yfirhöndina allan tímann.


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins völdu hópinn sem fer í North Atlantic æfingabúðirnar sem að þessu sinni eru haldnar á Grænlandi. Búðirnarverða dagana 22. - 29. júlí í Nuuk en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í aldurshópum U13-U17 voru valdir til þátttöku. North Atlantic Camp eru nú haldnar í ellefta sinn.

Íslenska hópinn skipa:

Emma Katrín Helgadóttir TBR

Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Alex Helgi Óskarsson TBS

Guðmundur Adam Gígja BH

Steinar Petersen TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Margrét Guangbing Hu Hamar


Landsliðsþjálfararnir Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson völdu hópinn sem fer í Sumarskóla Badminton Europe.

Skólinn er árlegt verkefni á vegum Badminton Europe og fer að þessu sinni fram í Podcetrtek í Slóveníu dagana 6. - 13. júlí næstkomandi. Þetta er í 38. skipti sem skólinn er haldinn.

Hópinn skipa :

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Gústav Nilsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristján Daníelsson, formaður BSÍ fer sem fararstjóri íslenska hópsins.


Landsliðsæfingar fóru fram í apríl undir stjórn Atla Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfara


Maí

Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlega mótinu 34th Brazil International Challenge 2019. Kári var frekar óheppin með drátt og lenti í fyrstu umferð gegn Ygor Coelho frá Brasilíu en hann er nr. 61 á heimslistanum í einliðaleik en Kári er nr 145 á listanum. Kári tapaði fyrstu lotunni 7 - 21 en vann svo næstu lotu 21 - 13. Þurfti því að leika oddalotu þar sem Ygor hafði yfirhöndina 15 - 21.


Æfingabúðir landsliða fóru fram í maí undir stjórn Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara og Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þá fóru einnig fram landsliðsæfingar á föstudagskvöldum.


U15 - U17 landsliðshópur sem Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson og Jeppe Ludvigsen landsliðsþjálfarar völdu fór til Danmerkur til að taka þátt í Danish junior open 2019 sem fram fer í Farum dagana 31.maí - 2.júní.

Hópinn skipa :

Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Anna Alexandra Petersen TBR

Karolina Prus TBR

Lilja Bu TBR

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Gústav Nilsson TBR

Tómas Sigurðarson TBR

Stefán Árni Arnarson TBR

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari mun fara með hópnum.


Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppni í einliðleik karla á alþjóðlega mótinu Li-Ning Denmark Challenge 2019 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári mætti Rahul Bharadwaj B.M frá Indlandi í fyrstu umferð. Kári vann fyrstu lotuna 21 - 19 en tapaði annarri lotunni 9 - 21. Í þriðju lotunni var það svo Rahul sem vann 13 - 21. Kári Gunnarsson tók þátt í dag í alþjóðlega mótinu FZ Forza Slovenia International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti spánverjanum Luís Enrique Penalver í fyrstu umferð mótsins en Luís var raðað númer þrjú inn í mótið en hann er sem stendur í 74.sæti heimslistans í einliðaleik karla. Kári vann fyrstu lotuna 21 - 10 en tapaði þeirri næstu 11 - 21. Oddalotan var jöfn og spennandi en fór svo að Luís vann 17 - 21.


Fært var á milli flokka í maí og voru eftirfarandi færslur gerðar : Í A-flokk færðust :

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Sunna Karen Ingvarsdóttir Afturelding

Andrés Andrésson Afturelding

Árni Magnússon Afturelding

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH Sebastían Vignisson BH

Sigurjón Jóhannsson Afturelding

Þorvaldur Einarsson Afturelding

Úr Meistaraflokk og í A.flokk

Karitas Ósk Ólafsdóttir TBR

Í Meistaraflokk færðust :

Björk Orradóttir TBR Ivalu Birna - Falck Petersen Samherji

Lilja Bu TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR Andri Broddason TBR Bjarni Þór Sverrisson TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA Einar Sverrisson TBR Elvar Már Sturlaugsson BH


Afrekshópur Badmintonsambands Íslands auk eins keppenda úr U23 ára hóp sambandsins tóku þátt í tveimur alþjóðlegum mótum sem fóru fram í maí og júní - Yonex Latvia International 2019 og RSL Lithuania Internatinoal 2019.

Íslensku keppendurnir voru :

Úr Afrekshóp

Eiður Ísak Broddason

Daníel Jóhannesson

Davíð Bjarni Björnsson

Jónas Baldursson Kristófer Darri Finnsson

Margrét Jóhannsdóttir

Sigríður Árnadóttir

Úr U23 hóp

Arna Karen Jóhannsdóttir

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari fór með hópnum.


Í fyrstu umferð forkeppninnar á Yonex Latvia International mætti Kristófer Darri Finnsson Pauls Gureckis frá Lettlandi í einliðaleik karla. Fór svo að Kristófer vann leikinn 21-18 og 21-5 og komst því áfram í 64 manna úrslit forkeppninnar. Þá mætti Jónas Baldursson svíanum Emil Johannsson í gríðalega jöfnum leik þar sem að Emil hafði betur 19-21 , 22-20 og 21-18. Daníel Jóhannesson spilaði gegn Tony Lindelöf frá Finnlandi og fór sá leikur einnig í oddalotu þar sem Tony hafði betur 14-21, 21-14 og 21-10. Eiður Ísak Broddason sat hjá í fyrstu umferð forkeppninnar. Í 64 manna úrslitum mætti Kristófer íranum Jack O'Brien í mjög jöfnum leik þar sem Jack hafði betur 21-18 og 23-21. Eiður Ísak Broddason mætti Felix Hammes frá Þýskalandi og var það Felix sem vann þann leik 21-13 og 21-14.

Stelpurnar spiluðu einnig allar í forkeppninni í einliðaleik kvenna. Margrét Jóhannsdóttir mætti Diönu Stognija frá Lettlandi og vann hann í jöfnum leik 21-17 og 21-16. Sigríður og Arna Karen sátu báðar hjá í fyrstu umferð forkeppninnar. Í 32 manna úrslitum spilaði Arna Karen gegn Ceciliu Wang frá Svíþjóð þar sem Cecilia vann nokkuð örugglega 21-13 og 21-9. Margrét Jóhannsdóttir tapaði þá gegn Edith Urell einnig frá Svíþjóð 21-13 og 21-14. Sigríður Árnadóttir spilaði gegn Nellu Siilasmaa frá Finnlandi og þurfti að játa sig sigraða 21-15 og 21-13. Hafa því allir íslensku leikmennirnir lokið keppni í einliðaleik.

Tvö íslensk pör tóku þátt í tvíliðaleik karla. Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson mættu Laurynas Borusas og Jonas Petkus frá Litháen í 32 liða úrslitum. Unnu Daníel og Jónas leikinn 21-18 og 21-8. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu einnig pari frá Litháen, þeim Kazimieras Dauskurtas og Ignas Reznikas og unnu Davíð Bjarni og Kristófer þann leik 21-15 og 21-11 og því bæði íslensku pörin komin í 16 liða úrslit. Þar mættu Daníel og Jónas dönsku pari sem var raðað nr 1 inn í mótið og þykir því sigurstranglegasta liðið. Danirnir voru örlítið sterkari í leiknum og fór svo að þeir Emil Lauritzen og Mads Muurholm unnu leikinn 21-16 og 21-13. Davíð Bjarni og Kristófer mættu pólverjunum Robert Cybulski og Pawel Pietryja og þurftu að játa sig sigraða 21-17 og 21-15.

Þær Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir tóku þátt í tvíliðaleik kvenna. Í 32 liða úrslitum mættu þær þeim Kertu Margus og Editha Schmalz frá Eistalandi. Unnu Margrét og Sigríður þann leik 21-14 og 21-13. Í 16 liða úrslitum mættu þær svo Anastasiyu Cherniavskaya og Alesiu Zaitsövu frá Hvíta Rússlandi en þeim var raðað nr 3 inn í mótið. Þurfti oddalotu til að skera úr um úrslit en leikinn unnu Anastasiya og Alesia 20-22, 21-14 og 21-12.

Í tvenndarleik tóku þátt 3 íslensk pör. Í fyrstu umferð mótsins mættu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir þeim Oliver Lau og Anna-Sofie Husher Ruus frá Danmörku. Unnu Davíð og Arna fyrstu lotuna 21-15 en töpuðu annarri lotunni 10-21. Þurfti því að leika oddalotu þar sem danirnir voru sterkari og unnu 10-21. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu norska parinu Danila Gataullin og Jenny Rajkumar og unnu Daníel og Sigríður leikinn 21-11 og 21-17. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir léku gegn danska parinu Oliver Lau og Anna-Sofie Hauser Ruus sem áður höfðu slegið út annað íslenskt par. Daníel og Sigríður töpuðu fyrstu lotunni 19-21 en unnu þá seinni 21-17. Í oddalotunni reyndust danirnir of sterkir og unnu þá lotu nokkuð örugglega 10-21.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir voru með fjórðu röðun inn í mótið en þau mættu í fyrstu umferð Lukasz Cimozs og Lauru Bujak frá Póllandi. Unnu Kristófer og Margrét leikinn 21-17 og 21-10. Þau leika því einnig í dag í 16 liða úrslitum og mæta þar Arman Murzabekov og Kasiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi.

Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir mættu Arman Murzabekov og Katsiaryna Zablotskaya frá Kasakstan og Hvíta Rússlandi. Unnu íslenska parið þann leik nokkuð örugglega 21-16 og 21-9. Í 8 liða úrslitunum spiluðu Kristófer og Margrét svo við Matthias Kicklitz og Thuc Phuong Nguyen frá Þýskalandi og þurftu að játa sig sigruð 15-21 og 17-21.


Júní

Eftir mótið í Lettlandi hélt hópurinn til Litháen þar sem þau tóku þátt í RSL Lithuanian 2019. Í einliðaleik karla tóku 4 íslenskir keppendur þátt í forkeppninni. Eiður Ísak Broddason mætti Torjus Flaatten frá Noregi í fyrstu umferð. Vann Torjus þann leik 21-14 og 21-14. Var Eiður sá eini sem þurfti að spila í fyrstu umferðinni. Í annarri umferð spilaði Daníel Jóhannesson gegn Rajat Rathore frá Indlandi og vann Rajat leikinn 21-17 og 21-13. Kristófer Darri Finnsson mætti Hans-Kristjan Pilve frá Eistlandi og var það Hans sem vann leikinn 21-12 og 21-10. Jónas Baldursson lék gegn Adam Dolman frá Ástralíu og vann Adam leikinn 21-14 og 21-16.

Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir tóku þátt í forkeppni mótsins í einliðaleik kvenna. Arna Karen mætti Jenny Rajkumar frá Noregi og lauk þeim leik með sigri Jenny 22-20 og 21-16. Sigríður Árnadóttir mætti Karolinu Wladzinska frá Póllandi þar sem Karolina vann 21-15 og 21-4.

Tvö íslensk pör spiluðu í tvíliðaleik karla. Þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson mættu Ivan Druzchenko og Oleksandr Kolesnik frá Úkraínu og var leikurinn spennandi. Davíð Bjarni og Kristófer töpuðu fyrstu lotunni 18-21 en unnu aðra lotuna 21-13 og unnu svo þriðju lotuna 21-18. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Gijs Duijs og Brian Wassink frá Hollandi og unnu Davíð Bjarni og Kristófer 21-17, 17-21 og 21-12. Í 8 liða úrslitum mættu þeir svo norðmönnunum Magnus Christensen og Vegard Rikheim og var þessi leikur mjög spennandi. Davíð og Kristófer unnu fyrstu lotuna 21-12 en töpuðu þeirri næstu 15-21. Oddalotan var æsispennandi en henni lauk með sigri íslensku strákanna 22-20. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson léku svo gegn dönunum Emil Lauritzen og Mads Muurholm og reyndust danirnir of sterkir. Lauk leiknum 21-14 og 21-18.

Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson mættu þeim Edgaras Slusnys og Linas Supronas frá Litháen og unnu Daníel og Jónas góðan sigur 21-11 og 21-16. Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson léku síðan í 16 liða úrslitum en urðu að játa sig sigraða gegn Joachim Anneberg og Rasmus Espersen frá Danmörku 21-15 og 22-20.

Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir kepptu í tvíliðaleik kvenna og mættu þær í fyrstu umferð litháunum Samantö Golubickaite og Perlu Murenaite og unnu Arna Karen og Sigríður örugglega í fyrstu lotunni 21-8. Sú seinni var jafnari en fór svo að íslensku stelpurnar unnu 21-17. Þá léku einnig í dag Arna Karen Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir í tvíliðaleik kvenna. Í 16 liða úrslitunum mættu þær Christinu Busch og Amalie Schulz frá Danmörku en þær voru með aðra röðun í mótinu og þóttu því sigurstranglegar. Lauk leiknum með sigri Christinu og Amalie 21-11 og 21-13.

Tvö íslensk pör tóku þátt í tvenndarleik mótsins. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mættu í fyrstu umferð Adam Mcallister og Kate Frost frá Írlandi í hörku leik. Unnu Daníel og Sigríður leikinn 24-22 og 21-16. Í 16 liða úrslitum mættu þau svon Brian Holtschkne og Miröndu Wilson frá Þýskalandi í jöfnum leik þar sem þau þýsku höfðu betur 21-14 og 21-19.

Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir mættu í fyrstu umferð norðmönnunum Markus Barth og Veru Ellingsen. Unnu Davíð og Arna leikinn 21-16 og 21-13. Í 16 liða úrslitum mættu þau einnig þýsku pari, þeim Niclas Kirchberner og Jule Petrikowski og fór svo að Niclas og Jule unnu leikinni 20-22, 21-14 og 21-7.


Badmintonsamband Íslands hélt opinn fund um landsliðsmál og breytingar sem gerðar voru á þeim.


Veittar voru viðkenningar fyrir þá leikmenn sem urðu Hleðslubikarmeistarar tímabilið 2018-2019. Var þetta í fyrsta skiptið sem þetta var gert

Eftirtaldir leikmenn urðu bikarmeistarar tímabilið 2018-2019.

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla

Kristófer Darri Finnsson TBR

Einliðaleikur kvenna

Sigríður Árnadóttir TBR

Tvíliðaleikur karla

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Tvíliðaleikur kvenna

Erla Björg Hafsteinsdóttir BH

Sigríður Árnadóttir TBR

Tvenndarleikur

Kristófer Darri Finnsson TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

A.flokkur

Einliðaleikur karla

Andri Broddason TBR

Einliðaleikur kvenna

Lilja Bu TBR

Tvíliðaleikur karla

Bjarni Þór Sverrisson TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Tvíliðaleikur kvenna

Björk Orradóttir TBR

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Tvenndarleikur

Gústav Nilsson TBR

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR

B.flokkur

Einliðaleikur karla

Gabríel Ingi Helgason BH

Einliðaleikur kvenna

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Tvíliðaleikur karla

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Tvíliðaleikur kvenna

Erla Rós Heiðarsdóttir BH

María Kristinsdóttir BH

Tvenndarleikur

Egill Þór Magnússon Afturelding

Sunna Karen Ingvarsdóttir Afturelding


Kári Gunnarsson tók þátt í Azerbaijan International 2019 en mótið varr hluti af International Challenge mótaröðinni og gaf stig á heimslistann. Kári tók þátt í forkeppni mótsins og mætti þar í fyrstu umferð Dimitar Ynakiev frá Búlgaríu. Vann Kári þann leik 21-15, 15-21 og 21-9. Í annarri umferð forkeppninnar mætti Kári Adam Mendrek frá Tékklandi og lauk þeim leik með sigri Adam 21-18 og 21-11 og hefur Kári því lokið keppni á mótinu.


Kári Gunnarsson tók þátt í Spanish International 2019 en mótið var hluti af International Challenge mótaröðinni og gaf stig á heimslistann.

Kári keppti í forkeppni mótsins í einliðaleik en alls voru 64 leikmenn skráðir til leiks í forkeppnina. Kári mætti þar í fyrstu umferð Emre Lale frá Tyrklandi og tapaði kári leiknum 22-20 og 21-15 og hefur því Kári lokið keppni á Spanish International.


Kári tók þátt á Evrópuleiknum (European Games) Kári spilaði fyrsta leik sinn á Evórpuleikunum í gærkvöldi þar sem hann mætti Christian Kirchmayr frá Sviss. Christian er í 144.sæti heimslistans en Kári situr í 142.sæti og var því viðbúið að leikurinn yrði jafn og spennandi sem hann var.

Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari sagði þetta eftir leikinn.

"Leikurinn for fram í Falcon Club og aðstaðan þar er virkilega góð og að sögn Kára gott að spila í höllinni. Leikurinn fór fram klukkan 22 (19 á íslenskum tíma) og því hefur allur undirbúningur hjá okkur verið þannig háttað að við reynum að seinka öllu eins og hvenær er farið að sofa og hvenær við borðum kvöldmat. Kári spilaði fyrstu lotuna mjög vel og flest allt gekk upp og lotan vannst frekar sannfærandi. Kári spilaði lotuna eins og hann vill spila og náði að sækja meira en andstæðingurinn og notaði mörg af sínum bestu höggum. Hann lagði spilið þannig upp að reyna fá hraðabreytingar í spilið og nota feluhögg sem gekk mjög vel að auki sem hann gerði fá mistök. Því miður náði Kári ekki að fylgja þvi eftir og lenti 11-3 undir i annarri lotu. Þá spilaði andstæðingurinn mjög vel, gerði fá mistök og Kári fór að lyfta mikið og spilaði of stutt og þvi auðvelt fyrir andstæðinginn að sækja. Þess má geta að kúlurnar voru mjög hægar og það gerði leikinn ögn erfiðari sérstaklega að finna rétta lengd. Það komu lika nokkur auðvelt mistök i byrjun lotunnar og Kári náði ekki að vinna upp forskot andstæðingsins. Seinni parturinn af lotunni var samt mun skárri en þá reyndi Kári að spila meira netspil og fékk þá fleiri sóknarfæri og spilið var betra en lotan tapaðist 21-17. Oddalotan var mjög jöfn fra byrjun til enda. Kári náði smá forystu i lotunni og leiddi 11-9. Við töluðum um að reyna spila meira netspil og reyna fá aftur hraðabreytingar í spilið sem Kári gerði svo vel i fyrstu lotunni og gekk það ágætlega. Þá kom góður partur hja Svisslendingnum og hann skoraði fjögur stig i röð og komst i 13-11. Það sem eftir lifði leiks var andstæðingurinn alltaf með forystu sem Kára tókst ekki að minnka og lotan tapaðist 21-18 og þar með leikurinn. Með smá heppni hefði þetta geta farið öðruvisi en þvi fór sem fór. Í síðasta hluta leiksins vantaði aðeins upp á gæðin i höggunum og fjölbreytileika í sóknarhöggin. Kári var mjög svekktur að hafa tapað þessum leik en það er bara hægt að horfa fram á við og reyna vinna næsta leik".

"Kári lék annan leik sinn á Evrópuleikunum í gær gegn Brice Leverdez frá Frakklandi.

Hann er ofarlega á heimslista og einn af þeim sem er að reyna vinna mótið. Við vissum því að það yrði á brattan að sækja. Í upphafi leiksins sló Kári þrjá bolta út fyrir völlinn að aftan svo hann fann fljótlega að boltarnir voru mun hraðri heldur en í leiknum á undan. Hann lenti því fljótlega undir i lotunni og staðan í hlénu var 11-5 fyrir frakkann. Kári fór inn með svipað plan og í leikinn á undan. Hann vildi reyna sækja og fá hraðabreytingar i spilið og komast í netið ásamt að nota feluhögg. Við töluðum líka um að það yrði mikilvægt að finna rétta lengd. Seinni parturinn af lotunni spilaðist svipað og fyrri parturinn og sá franski hafði betur 21-10. Seinni lotan spilaðist betur og í hléinu leiddi frakkinn aðeins með einu stigi. Kári byrjaði að finna leiðir til að skora stig úr sókninni með þvi að nota fjölbreytt högg á afturvellinum að auki sem hann spilaði góð rallý án þess að gera mörg mistök. Kári náði 14-12 forystu í seinni lotunni og var að spila gott badminton. Þá skoraði franski fjögur stig í röð og komst í 16-14. Hann bætti síðan í og endaði á þvi að vinna lotuna 21-16 en spilamennska Kára var nokkuð góð. Eftir leikinn sagði Kári að hann er ekki vanur þessu tempói á spili en það var mjög hratt. Var spilið ekki einu sinni svona hratt meðan hann æfði á Spáni með landsliðsmönnum þar. Honum fannst seinni lotan betri en þá hélt hann vel í við frakkann og réð við spilið en til að sigra þarf að geta haldið þessu spili allan leikinn sem er hægara sagt en gert" sagði Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Kári Gunnarsson er úr leik á European Games (Evrópuleikunum). Kári spilaði þriðja leik sinn í D-riðli í gær þar sem hann mætti Luka Milic frá Serbíu. Var leikurinn gríðalega jafn fyrstu tvær lotunar en Kári varð að hætta leik í þriðju lotunni. Kári hafði tapað fyrstu lotunni 20-22 en vann aðra lotuna 25-23. Það var svo í stöðunni 6-11 þar sem Kári ákvað að hætta leik. "Kári gat ekki beitt sér að fullu í þessum leik vegna blöðru á fætinum. Spilið sem Kári reyndi að spila gekk þvi út a að hreyfa sig sem minnst. Kári píndi sig þvi töluvert og líklega mun meira en hann hefði átt að gera. Hann tapaði fyrstu lotunni mjög tæpt og vann svo seinni lotuna í upphækkun. Þegar oddalotan var hálfnuð þá ákvað Kári að nú væri nóg komið og hætti leik. Spilið i þessum leik var ekkert í líkingu við fyrri tvo leiki Kára og sást greinilega að hann fann til. Leiðinlegt að enda mótið svona en þvi fór sem fór".


Júlí

Kári Gunnarsson hefur síðastliðna daga verið staddur í Afríku þar sem hann tók þátt í tveimur mótum - annars vegar í Ghana og svo síðar í Nígeríu.

Kári tók þátt í 2019 JE Wilson International Series mótinu í Ghana en það er líkt og nafnið gefur til kynna hluti af International Series mótaröðinni. Kári mætti í fyrstu umferð Kevin Arokia Walter frá Indlandi en hann er sem stendur í 134.sæti heimslitans en Kári situr í 160.sæti. Kevin Arokia vann Kára 21-12 og 21-14.

Kári flaug svo frá Ghana til Nígeríu þar sem hann tók þátt í Lagos International Badminton Classics 2019 mótinu en það mót er hluti af International Challenge mótaröðinni.

Þar mætti Kári Muhammad Izzuddin Shamsul Muzli frá Malasíu en hann vann sig inn í mótið úr forkeppninni. Muhammad er sem stendur í 377. sæti heimslistans. Vann Kári fyrstu lotuna 21-16 en tapaði annarri lotunni 21-11 og var það svo Muhammad sem vann oddalotuna 21-18.


Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttir tóku þátt á Heimsmeistaramóti öldunga. Kepptu þær í flokki 40+ í tvíliðaleik kvenna. Í fyrstu umferð gerðu þær sér lítið fyrir og unnu japanska parið Nami Fukui og Rie Matsumoto en þeim var raðað númer þrjú inn í mótið.

Erla og Drífa byrjuðu leikinn vel en leikurinn var frekar jafn allan tímann, þær japönsku komu aðeins ákveðnari inn í seinni lotunni. Oddalotan var gríðarlega jöfn en Erla og Drífa komust svo yfir seinni hluta lotunna. Þær japönsku komust svo aftur inn í leikinn en íslensku stelpurnar náðu að klára leikinn á lokametrunum.

Erla og Drífa unnu leikinn 21-16, 17-21 og 24-22.

Þær japönsku fengu tvisvar sinnum tiltal í leiknum fyrir að öskra boltann inn þegar hann var úti til að reyna að hafa áhrif á línuverðina - mikil spenna í loftinu í leiknum en frábær endasprettur hjá okkar stelpum.

Í undanúrslitunum mættu þær Renu Chandrika Hettiarachchige frá Sri Lanka og Claudiu Vogelsang frá Þýskaland en þeim var raðað nr 2 inn í mótið og þóttu því sigurstranglegar. Unnu Erla Björg og Drífa fyrri lotuna mjög sannfærandi 21-9 og tóku svo þá seinni 21-16.

Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttur hömpuðu nú rétt í þessu heimsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna í badminton í flokknum +40 ára.

Þær sigruðu Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð. Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 eftir mjög spennandi leik en þær unnu svo seinni lotuna mjög sannfærandi 21-10.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem spiluðu mótið gríðarlega vel og öruggt.


Erla Björg spilaði svo með Mark Mackay frá Skotlandi í tvenndarleik í flokki 40+ og í fyrstu umferð spiluðu þau gegn pari frá Úkraínu. Unnu Erla og Mark leikinn örugglega 21-12 og 21-9. Þau mættu dönunum Johnny Hast Hansen og Jennu Vang Nielsen í næstu umferð og unnu Erla og Mark fyrri lotuna 21-19 og unnu svo þá seinni mjög örugglega 21-9.


Drífa Harðardóttir og Jesper Thomsen frá Danmörku spiluðu í tvenndarleik í flokki +35. Þau mættu Tommy Sorensen og Lisbeth T. Haagensen frá Danmörku en þeim er raðað nr 2 inn í mótið. Fyrri lotan var mjög jöfn en lauk með sigri dananna 25-23 og í seinni lotunni höfðu danirnir betur 21-12.


Ágúst

Kári Gunnarsson fór til Barbados þar sem hann tók þátt í alþjóðlega mótinu 2019 Carebaco International en mótið er hluti af International Series mótaröðinni.

Kári hóf leik í aðalkeppninni í 32 manna úrslitum þar sem hann er með 5 röðun inn í mótið. Kári mætti í gær Gareth Henry frá Jamaíka en Gary er í 323.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári situr í sæti 162.

Kári tapaði fyrstu lotunni 16-21 en vann aðra lotuna 21-8. Í oddalotunni vann svo Kári 21-16 og komst því í 16 manna úrslit. Í 16 manna úrslitunum mætti Kári, Soren Opti frá Súrínam og vann Kári þann leik 21-11 og 21-17. Í 8 manna úrslitunum mætti hann Milan Dratva frá Slóveníu. Tapaði Kári fyrstu lotunni 14-21 en vann aðra lotuna 21-12 og þá þriðju 21-14. Kári mætti Timothy Lam frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Timothy vann gríðarlega jafna fyrstu lotu í upphækkun 22-20 og vann svo þá seinni 21-17.


Kári Gunnarsson fór því næst til Hvíta-Rússlands þar sem hann tók þátt í Belarus International 2019 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni. Kári er sem stendur í 145.sæti heimslistans í einliðaleik karla. Hann mætti Daniel Fan frá Ástralíu en Daniel er í 153.sæti heimslistans.

Vann Kári leikinn í tveimur lotum 21-15 og 21-19. Kári Gunnarsson lék næst gegn Aram Mahmoud frá Hollandi á Belarus International 2019 mótinu. Léku þeir í 16 manna úrslitum og var leikurinn mjög spennandi. Kári tapaði fyrstu lotunni 13-21 en vann þá næstu 21-15. Oddalotan var gríðarlega jöfn en Kári hafði betur 21-19. Kári Gunnarsson svo gegn Raul Must frá Eistlandi í 8 manna úrslitum Belarus International 2019. Var leikurinn mjög jafn en Raul hafði betur 21-19 og 21-18.


Eftir þriggja ára starf hjá Badmintonsambandi Íslands hefur Atli Jóhannesson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í badminton, ákveðið að láta af því starfi hjá sambandinu. Atli hefur þjálfað A landslið og unglingalandslið Íslands síðustu þrjú ár með góðum árangri.

Badmintonsambandið þakkar Atla innilega fyrir gott starf í þágu íþróttarinnar. Atli mun þó ekki segja alfarið skilið við þjálfun en hann mun áfram starfa sem þjálfari keppnishópa hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur líkt og hann hefur gert síðustu ár.


Sumarskóli Badminton Europe var haldinn í 37. sinn í júlí og fimmta árið í röð var hann í Podcetrekt í Slóveníu.Hópin skipuðu: Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Rakel Rut Kristjánsdóttir BH, Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH og Gabríel ingi Helgason BH. Kristján Daníelsson, formaður BSÍ, fór sem fararstjóri með hópnum.


North Atlantic Camp búðirnar fóru fram í júlí en þær voru haldnar á Grænlandi. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Emma Katrín Helgadóttir TBR, Sóley Birta Grímsdóttir ÍA, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS, Alex Helgi Óskarsson TBS, Guðmundur Adam Gígja BH, Steinar Petersen TBR, Eiríkur Tumi Briem TBR og Margrét Guangbing Hu Hamri . Irena Rut Jónsdóttir fór á þjálfaranámskeið meðfram búðunum og var hún jafnframt fararstjóri hópsins ásamt Freyju Rut Emilsdóttur.


September

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri/aðstoðarlandsliðsþjálfari völdu í Afrekshóp BSÍ og Úrvalshóp U15-U19 BSÍ.

Ákveðið var í vor að breyta fyrirkomulaginu á landsliðshópunum og þurftu leikmenn nú að sækja um til þess að eiga þess kost á að vera valdir í þessa tvo hópa. Gekk ferlið vel fyrir sig og bárust fjölmargar umsóknir.

Afrekshóp BSÍ tímabilið 2019-2020 skipa :

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Eysteinn Högnason TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Gústav Nilsson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Lilja Bu TBR

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH

Úrvalshóp U15-U19 BSÍ tímabilið 2019-2020 skipa :

Andri Broddason TBR

Ari Páll Egilsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Funi Hrafn Eliasen TBR

Guðmundur Adam Gígja BH

Karolina Prus TBR

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Margrét Guangbing Hu Hamar

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Stefán Árni Arnarsson TBR

Steinar Petersen TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri/aðstoðarlandsliðsþjálfari völdu einnig í landsliðshópa fyrir tímabilið 2019-2020.

Landsliðshópur U13 - U15

Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR

Óðinn Magnússon TBR

Emma Katrín Helgadóttir TBR

Rúnar Gauti Kristjánsson BH

Úlfur Þórhallsson Hamar

Arnar Freyr Fannarsson ÍA

Arnór Valur Ágústsson ÍA

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS

Katla Sól Arnarsdóttir BH

Máni Berg Ellertsson ÍA

Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

Ari Páll Egilsson TBR

Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Funi Hrafn Eliasen TBR

Daníel Máni Einarsson TBR

Eiríkur Tumi Briem TBR

Jónas Orri Egilsson TBR

Steinar Petersen TBR

Landsliðshópur U17 - U19

Lilja Bu TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Guðmundur Adam Gígja BH

Jón Sverrir Árnason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Margrét Guangbing Hu Hamar

María Rún Ellertsdóttir ÍA

Stefán Steinar Guðlaugsson BH

Gústav Nilsson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Stefán Árni Arnarsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Anna Alexandra Petersen TBR

Karolina Prus TBR

Sigurður Patrik Fjalarsson TBR

Tómas Sigurðarson TBR

A landsliðshópur

Andri Broddason TBR

Anna Alexandra Petersen TBR

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Bjarni Þór Sverrisson TBR

Björk Orradóttir TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Daníel Jóhannesson TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Davíð Örn Harðarson TBR

Eiður Ísak Broddason TBR

Einar Sverrisson TBR

Elís Dansson TBR

Erla Björg Hafsteinsdóttir BH

Eysteinn Högnason TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Gústav Nilsson TBR

Jónas Baldursson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Karolina Prus TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Lilja Bu TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Róbert Ingi Huldarsson BH

Róbert Þór Henn TBR

Sigurður Eðvard Ólafsson BH

Sigríður Árnadóttir TBR

Símon Orri Jóhannsoon TBR

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Una Hrund Örvar BH

Þórunn Eylands Harðardóttir TBR


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari valdi hópinn sem tekur þátt á Heimsmeistaramóti U19 ungmenna sem fram fer í Kazan, Rússlandi dagana 30.sept - 13.okt.

Hópinn skipa :

Andri Broddason TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

Gústav Nilsson TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Karolina Prus TBR Una Hrund Örvar BH


Fyrsta mót Hleðslubikarsins, Einliðaleiksmót TBR, var haldið föstudaginn 6.september. Eingöngu var keppt í einliðaleik í Meistaraflokki.

15 keppendur voru í karlaflokki og var það Davíð Bjarni Björsson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Eið Ísak Broddason TBR í úrstlitum 15-21, 21-18 og 21-11. Í einliðaleik kvenna voru fimm keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Lilja Bu TBR en hún sigraði Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21 - 15 og 21 - 18.


Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Úkraínu . Mótið hét RSL Kharkiv International 2019 og var hluti af International Challenge mótaröðinni og gaf stig á alþjóðlega heimslistann. Kári hóf leik í forkeppni mótsins þar sem 43 keppendur hófu leik og voru 8 sæti laus í aðalkeppni mótsins. Kári mætti í fyrsta leik forkeppninnar Oleg Amason frá Úkraínu og vann Kári þann leik 21-12 og 21-12. Í næstu umferð mætti Kári, Shaun Ekengren frá Svíþjóð og vann Kári þann leik 21-12 og 21-13 og með því vann hann sig inn í aðalkeppni mótsins.

Þar spilaði hann gegn B.R. Sankeerth frá Kanada í 32 manna úrslitum en B.R. Sankeerth situr í 102.sæti heimslistans í einliðaleik karla en Kári er í 139.sæti. B. R. Sankeerth vann fyrstu lotuna 21-19 en Kári vann þá seinni 21-23. Í oddalotunni vann svo Sankeerth 21-8.


Reykjavíkurmót unglinga fór fram í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Voru 147 leikmenn skráðir til leiks en keppt var í flokkum U13-U19. Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista badmintonsambandsins. Gabríel Ingi Helgason BH varð þrefaldur sigurvegari á mótinu í flokku U17. Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig :

Einliðaleikur hnokkar U13

1. Arnar Freyr Fannarsson ÍA

2. Arnór Valur Ágústsson ÍA

Einliðaleikur tátur U13

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH

2. Emma Katrín Helgadóttir TBR

Tvíliðaleikur hnokkar U13

1. Arnar Freyr Fannarsson ÍA Ísólfur Darri Rúnarsson ÍA

2. Andri Leó Jónsson TBR Pétur Gunnarsson TBR

Tvíliðaleikur tátur U13

1. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Katla Sól Arnarsdóttir BH

2. Lena Rut Gígja BH Snædís Sól Ingimundardóttir BH

Tvenndaleikur hnokkar/tátur U13

1. Rúnar Gauti Kristjánsson BH Katla Sól Arnarsdóttir BH

2. Pétur Gunnarsson TBR Emma Katrín Helgadóttir TBR

Einliðaleikur sveinar U15

1. Eiríkur Tumi Briem TBR

2. Einar Óli Guðbjörnsson TBR

Einliðaleikur meyjar U15

1. Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir Afturelding

2. Dagbjört Erla Baldursdóttir Afturelding

Tvíliðaleikur sveinar U15

1. Daníel Máni Einarsson TBR Eiríkur Tumi Briem TBR

2. Einar Óli Guðbjörnsson TBR Máni Berg Ellertsson ÍA

Tvenndaleikur sveinar meyjar U15

1. Einar Óli Guðbjörnsson TBR Lilja Bu TBR

2. Máni Berg Ellertsson ÍA Halla Stella Sveinbjörnsdóttir TBR

Einliðaleikur drengir U17

1. Gabríel Ingi Helgason BH

2. Steinþór Emil Svavarsson BH

Einliðaleikur telpur U17

1. Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

2. Lilja Berglind Harðardóttir BH

Tvíliðaleikur drengir U17

1. Gabríel Ingi Helgason BH Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

2. Guðmundur Adam Gígja BH Jón Sverrir Árnason BH

Tvíliðaleikur telpur U17

1. Margrét Guangbing Hu Hamar María Rún Ellertsdóttir ÍA

2. Lilja Berglind Harðardóttir BH Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Tvenndaleikur drengir/telpur U17

1. Gabríel Ingi Helgason BH María Rún Ellertsdóttir ÍA

2. Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Einliðaleikur piltar U19

1. Stefán Árni Arnarsson TBR

2. Andri Broddason TBR

Einliðaleikur stúlkur U19

1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2. Lilja Bu TBR

Tvíliðaleikur piltar U19

1. Davíð Örn Harðarson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH

2. Gústav Nilsson TBR Stefán Árni Arnarsson TBR

Tvíliðaleikur stúlkur U19

1. Karolina Prus TBR Lilja Bu TBR

2. Björk Orradóttir TBR Eva Margit Atladóttir TBR

Tvenndaleikur piltar/stúlkur U19

1. Gústav Nilsson TBR Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

2. Sigurður Patrik Fjalarsson TBR Karolina Prus TBR


Kári Gunnarsson tók þátt í alþjóðlega mótinu X Internacional Mexicano 2019 en mótið var hluti af International Series mótaröðinni.

Kári hóf leik í aðalkeppni mótsins þar sem hann mætti Jhon Berdugo frá Kolumbíu í 32 manna úrslitum. Kári var með fimmtu röðun inn í mótið. Vann Kári leikinn gegn Jhon 21-15 og 21-14. Í 16 manna úrslitum lék Kári gegn Samuel O-Brien Ricketts frá Jamaíka og vann Kári leikinn 21-7 og 21-18. Í 8 manna úrslitum mætti Kári Kevin Cordon frá Guatemala en honum var raðað númer eitt inn í mótið en hann er í 66.sæti heimslistans en Kári er í 144 sæti listans. Var leikurinn jafn og spennandi en Kevin vann báðar loturnar 21-18 og fór svo að Kevin vann að lokum mótið örugglega en Kári veitti honum mestu mótspyrnuna.


Í september samþykkti stjórn Badmintonsambands Íslands breytingar er snúa að reglum um færslur á milli flokka í fullorðinsflokkum. Þá hafa einnig verið gerðar breytingar á stigagjöfum á styrkleikalista sambandsins en breyting snýr að því að nú eru gefin jafn mörg stig á styrkleikalista fyrir að vinna einliða- , tvíliða- eða tvenndarleik en áður var munur á stigagjöf á styrkleikalista á milli einliðaleiks og svo tvíliða- og tvenndarleiks.


Kári Gunnarsson komst í 8 manna úrslit á VI Guatemala International Series 2019. Mótið var, líkt og nafnið gefur til kynna, hluti af International Series mótaröðinni og gaf stig á heimslistann.

Kári mætti Franklin Anthony Hoevertsz frá Arúbu í 32 manna úrslitum og vann þann leik mjög létt 21-9 og 21-4. Í 16 manna úrslitum mætti Kári Cesar Adonis Brito Gonzalez frá Dóminíska Lýðveldinu. Kári vann fyrstu lotuna 22-20 en þá seinni 21-14. Í átta manna úrslitum lék Kári gegn Lino Munoz frá Mexíkó en hann er sem stendur í 85 sæti heimslistans í einliðaleik karla en Kári er í 136 sæti listans. Kári tapaði fyrstu lotunni 17-21 og náði sér svo ekki á strik í þeirri seinni þar sem hann tapaði 8-21.


Október

Íslenska landsliðið hóf leik á Heimsmeistaramóti U19 landsliða. Ísland var í riðli H2 ásamt Þýskalandi og Litháen. Vitað var að báðir leikirnir yrðu erfiðir en þá sérstaklega leikurinn gegn þjóðverjum enda þeir með röðun inn í mótið. Ísland mætti Liháen í fyrsta leik sínum í riðlinum og fór svo að Liháen vann 5-0 sigur á Íslandi. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna gegn Litháen.

Seinni leikur Íslands fór fram nú í morgun þar sem þau mættu þjóðverjum og var sá leikur mjög erfiður.

Vann Þýskaland leikinn örugglega 5-0 og unnu þar með riðilinn.

Nánari úrslit frá leiknum má sjá á myndinni hér að neðan.