top of page
Search
  • bsí

Æfinga-og þjálfarabúðir BSÍ fóru fram um helgina.

Kenneth Larsen kom til Íslands um síðustu helgi og hélt æfinga-og þjálfarabúðir BSÍ. Æfinga-og þjálfarabúðir BSÍ eru haldnar 6 sinnum á ári og var þetta í annað skiptið í ár og voru þær haldnar í íþróttahúsi BH við Strandgötu í Hafnarfirði í þetta skiptið.


Haldnar voru 6 æfingar með leikmönnum ásamt því að haldin var fundur með Kenneth og fulltrúm félaga þar sem Kenneth fór yfir áherslur sínar í starfi.


Næstu æfingabúðir áttu að fara fram í júní, en þar sem BH og TBR taka þátt í evrópukeppni félagsliða ásamt því að Ísland á leikmenn á Evrópuleikum sem haldnir verða í Póllandi, en verið er að skoða nýjar dagsetningar í sumar.





130 views0 comments

Comments


bottom of page