top of page
Search
  • annamargret5

Æfingabúðir á Laugarvatni 20.-22. maí

Helgi landsliðsþjálfari mun um miðjan apríl velja 24 leikmenn úr æfingahópi BSÍ (fyrrum afrekshópur X og Y) til þátttöku í æfingabúðum á Laugarvatni helgina 20.-22. maí.


Erlendur gestaþjálfari, Anders Thomses, mun vera með yfirumsjón með badmintonæfingunum og honum til halds og traust verður Helgi landsliðsþjálfari.


Fyrirlestrar, fræðsla, hópefli og góðar badmintonæfingar munu einkenna helgina. Einnig verður þjálfurum gefin kostur á að skrá sig til leiks og fylgjast með æfingum og sitja fyrirlestur hjá Anders. Nánari upplýsingar um þjálfaranámskeiðið og gestaþjálfarann kemur síðar.


Athugið: lagt verður af stað úr bænum kl 8:30 föstudaginn 20. maí og áætluð heimkoma er kl 17 á sunnudeginum.


Bkv,

Anna Margrét

198 views0 comments

Komentáře


bottom of page