top of page
Search
  • annamargret5

Æfingabúðir í Færeyjum - North Atlantic Camp



Dagana 5.-11. ágúst s.l. fóru fram æfingabúðirnar North Atlantic Camp (NAC) sem er samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands. Í ár voru æfingabúðirnar haldnar í Færeyjum. Ellefu íslenskir leikmenn úr U17 og U15 voru valdir til að taka þátt og Arnór Tumi Finnsson og Írena Rut Jónsdóttir voru fararstjórar íslenska hópsins. Grænland sendi 12 leikmenn og Færeyjar 15 leikmenn.


Ferðin gekk mjög vel í alla staði. Íslenski hópurinn mætti degi seinna en áætlað vegna þoku við flugvöllinn í Vágar daginn áður, á mánudegi. Hópurinn fór aftur heim yfir nóttina og lagði af stað aftur á þriðjudagsmorgni til Færeyja. Flugið gekk vel og var hópurinn kominn á æfingu seinna um daginn. Æfingar, matur og gisting var allt í Høllin Á Hálsi. Þarna voru tíu badmintonvellir sem var passlegt fyrir hópinn.

Farið var í útsýnisferð til eyjunnar Nólsoy, lítið 200 manna þorp á eyju 20 mínútur frá Thórshöfn. Leiðsögumaður gekk með hópinn um þorpið. Eftir það voru skipulagðir leikir sem allir tóku þátt í og heppnuðust vel.


Andreas Bjerring var yfirþjálfari æfingabúðanna. Andreas er yfirþjálfari barna og unglinga í Aarhus í Danmörku. Hann var alveg frábær og náði vel til allra krakkana.

Íslenski hópurinn var alveg til fyrirmyndar og Andreas kom því á framfæri við Írenu og Arnór Tuma að íslenski hópurinn var alltaf byrjaður að hita upp áður en æfing byrjaði sem hann kunni vel að meta.



Íslenski leikmannahópurinn glæsilegur í Høllin Á Hálsi

69 views0 comments

Comments


bottom of page