top of page
Search

Ísland í undanúrslit á RSL ICELAND INTERNATIONAL

annamargret5

Arna Karen og Davíð Bjarni eru komin í undanúrslit í tvenndarleik eftir tvo frábæra sigra í dag. Þau sigruðu hollenska tvenndarleiksparið Jasper Koppen og Stefanie Nijsse í 16 liða úrslitum 21-17, 20-22, 21-18. Því næst sigruðu þau franska tvenndarleiksparið Orphé Queton-Bouissou og Eva Bouville í 8 liða úrslitum 21-16 og 21-16 í frábærum leik.

Davíð Bjarni og Arna Karen
Davíð Bjarni og Arna Karen

Davíð Bjarni og Kristófer Darri sigruðu í 16 liða úrslitum Danina Jens Andersson og Aske Romer í oddaleik 21-13,12-21, 21-12. Því næst sigruðu strákarnir Miha Ivančič og

Tadej Jelenc frá Slóvaníu í 8 liða úrslitum í æsispennandi og skemmtilegum oddaleik 19-21, 21-18 og 21-17.



Undanúrslit í tvenndarleik byrja á sunnudag kl 09 - þar munu Arna Karen og Davíð Bjarni mæta dönunum Mikkel Klingaard og Nicoline Tang.

Því næst er einliðaleikur kvenna - tvíliðaleikur kvenna og svo loks tvíliðaleikur karla þar sem Davíð Bjarni og Kristófer Darri mæta Hollendingunum Noah Haase og

Joep Strooper.


Við viljum hvetja öll ykkar til að mæta snemma í TBR í fyrramálið - það verður heitt á könnunni og frábærir badmintonleikir í boði.


173 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page