Íslandsmót öldunga í badminton 2021 verður haldið 19. og 20. nóvember hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Allt badmintonfólk 35 ára og eldri er hvatt til að taka þátt.
Mótsboðið:
Íslandsmót öldunga í badminton 2021 verður haldið 19. og 20. nóvember hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Áætlað er að keppni hefjist klukkan 17:00 á föstudag og 9:00 á laugardag.
Keppt verður í A og B getustigi í eftirfarandi flokkum karla og kvenna í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik:
• 35-39 ára (fædd 1986-1982)
• 40-44 ára (fædd 1981-1977)
• 45-49 ára (fædd 1976-1972)
• 50-54 ára (fædd 1971-1967)
• 55 ára og eldri (fædd 1966 og eldri)
Öllum er frjálst að skrá sig í A getustig en í B mega aðeins þau keppa sem aldrei hafa verið í Meistaraflokki/Úrvalsdeild eða orðið í Íslandsmeistarar í A-flokki/1.deild.
Stefnt er að því að spila í riðlum þannig að allir fái amk 2 leiki í hverri grein en það fer eftir þátttöku hvernig það raðast. Ef þátttaka er lítil í einhverja flokka áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina aldursflokka í 10 ára aldursbil og/eða getustig.
Veitt verður viðurkenning til þess félags sem skráir flesta keppendur á mótið.
Þátttökugjöld eru 3.500 krónur í einliðaleik og 3.000 krónur fyrir hvern keppanda í tvíliða- og tvenndarleik.
Félög skulu tilkynna þátttöku sinna iðkenda á bsi@badminton.is fyrir kl.17:00 föstudaginn 12. nóvember 2021.
Yfirdómari Íslandsmóts öldunga er Laufey Sigurðardóttir.
Lokahóf Meistaramóts öldunga 2021 fer fram laugardagskvöldið 20. nóvember í veislusal BH á 2. hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Miðar á lokahófið eru seldir hér á Sportabler.com: https://bit.ly/3G2JVmo og kosta kr. 7.500, - með kvöldverði (mæting kl.19) og 1.500,- án kvöldverðar (mæting kl.21). Lokahófið hefst á fordrykk og svo verður boðið uppá heilgrillað lambalæri og grillaða kalkúnabringu ásamt meðlæti frá Grillvagninum og kaffi og súkkulaði á eftir. Að kvöldverði loknum verður verðlaunaafhending mótsins og að henni lokinni mun Hljómsveitin Sverrison Hótel spila fyrir dansi. Allt badmintonfólk 35 ára og eldri er hvatt til að fjölmenna og eiga gott kvöld saman. Miðasölu á lokahófið lýkur sunnudaginn 14. nóvember.
Comments