top of page
Search
  • bsí

Íslandsmót öldunga 2021 haldið um helgina í Hafnarfirði

Íslandsmót öldunga fer fram í fyrsta skipti sem sér mót um helgina og verður spilað í húsi BH við Strandgötuna í Hafnarfirði.


Niðurröðun og tímasetningar fyrir mótið má sjá með því að smella hér. Athugið að allar tímasetningar eru birtar með fyrirvara.


Viljum benda á breyttar tímasetningar, byrjað verður kl. 18.00 á föstudag (ekki 17.00) og kl. 10.00 á laugardag (ekki 09.00).


Strandgatan er í sínu fínasta pússi, klár að taka á móti hressum öldungum.


Keppendur eru beðnir að mæta í hús amk 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma og passa uppá persónubundnar sóttvarnir. Grímuskylda er í húsinu fyrir áhorfendur og keppendur milli leikja þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna við óskilda.


Allir eru hvattir til að taka hraðpróf áður en þeir mæta í húsið.


Mjög mikilvægt að láta vita strax ef einhver forföll koma upp.


203 views0 comments

Commentaires


bottom of page