Íslandsmót unglinga fer fram dagana 25. - 27. september í Íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ.
Til leiks eru skráðir 131 keppendur frá sjö félögum. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er með flesta keppendur eða 45 talsins. Badmintonfélag Hafnarfjarðar er svo næst fjölmennust með 35 keppendur. Aðrir keppendur koma frá Hamar, ÍA, KR, TBS og UMFA.
Mótið verður með örlítið breyttu sniði þetta árið sökum Covid-19.
U11, U13 og U15 spila saman á sama tíma og þá spila U17 og U19 keppendur á sama tíma.
Þá gilda eftirfarandi reglur á meðan mótinu stendur :
Ef í ljós kemur að margir leikmenn þurfi að fara í sóttkví eða einangrun á næstu dögum þá mun Stjórn BSÍ endurmeta stöðuna um hvort Íslandsmót unglinga fari fram.
Hreinn útsláttur verður í öllum greinum (ath ekki riðlar í einliðaleik).
Engir áhorfendur eru leyfðir.
Þjálfun / coaching á völlunum er ekki leyfð.
Liðstjórar munu fylgja sínu félagi og sjá til þess að leikmenn fari eftir settum reglum. Hvert félag mun fá afmarkað svæði í stúkunni og skulu keppendur og liðstjórar ekki fara inn á svæði hjá öðrum félögum. Nánar um fjölda liðstjóra sem mega fylgja hverju félagi má sjá hér að neðan.
Lágmarka skal öll samskipti leikmanna og liðstjóra við önnur félög.
Engin veitingasala verður á keppnisstað.
Það er ekki búningsaðstaða og þurfa því keppendur að koma klæddir eða skipta um föt í keppnissal.
Grímuskylda er á alla sem eru fæddir árið 2004 eða eldri öllum stundum nema þegar leikmenn eru í upphitun eða við keppni. Allir sjá sjálfir um að koma með grímur.
Fjöldi liðstjóra með hverju liði má vera eftirfarandi :
U11 – U15 munu spila saman og þá er leyfilegt fyrir félögin að senda 2 liðstjóra fyrir hverja 10 keppendur.
U17 – U19 munu spila á sama tíma og þá er leyfilegt fyrir félögin að senda 1 liðstjóra fyrir hverja 10 keppendur. ATH grímuskylda.
Ath að keppendur og liðstjórar skulu vera upp í stúkum öllum stundum nema þegar leikmenn eru að hita upp og keppa.
Liðstjórar eiga ekki að vera á keppnissvæðinu nema brýn nauðsyn sé, t.d meiðsli eða aðstoð við U11 keppendur (ath ekki þjálfun).
Niðurröðun og tímasetningarnar einstakra leikja má finna mér því að smella hér.
Comentarios