top of page
Search
bsí

Íslandsmeistarar öldunga krýndir í dag...

Íslandsmót öldunga 2021 hófst í dag í Hafnarfirði og mátti sjá gamalkunna takta. Nokkrir flokkar voru spilaður til sigurs og hér eru myndir af íslandsmeisturum dagsins.


Einliðaleikur karla 45-55+

Orri Örn Árnason BH er íslandsmeistari í í flokki 45-55+ og sigraði hann sýna leiki en leikið var í þriggja manna riðli. Í öðru sæti var Valgeir Magnússon BH.


Einliðaleikur kvenna 35-49

Elsa Nielsen TBR er íslandsmeistari í flokki 45-49 og sigraði hún sýna leiki en leikið var í þriggja manna riðli. Í öðru sæti var Sara Jónsdóttir TBR.

Einliðaleikur karla 35-44

Helgi Jóhannesson TBR er íslandsmeistari í í flokki 35-44 og sigraði hann sýna leiki en leikið var í þriggja manna riðli. Í öðru sæti var Kjartan Ágúst Valsson BH.


Einliðaleikur kvenna 35-54 B

Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu, sigraði í B-flokk á Íslandsmóti Öldunga en hún sigraði Danielle Neben í flokki 35-54 B.


Íslandsmót öldunga heldur áfram á morgun laugardag og hefst mótið kl .10.00. Hægt er að fylgjast með dagskrá og úrslitum mótsins með því að smella HÉR, einnig er hægt að horfa á leiki mótsins á youtube rás Badmintonsambands Íslands.

246 views0 comments

Comments


bottom of page