top of page
Search
  • bsí

Íslandsmeistarar krýndir á morgun
Leikið verður til úrslita á Meistaramóti Íslands í badminton, á morgun sunnudaginn 13.september í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið hófst, í gær, föstudag og hafa margir gríðarlega spennandi leikir farið fram um helgina.


Úrslit í A- , B- og öldungaflokkum fara fram milli kl 10:00 – 13:00.

Sýnt er beint frá öllum leikjunum á Youtube rás Badmintonsambands Íslands en hana má finna hér :

Úrslitaleikir í Meistaraflokki hefjast síðan kl 13:45 og verða jafnframt í beinni útsendingu á Youtube rás sambandsins. Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari mun lýsa leikjunum.


Leikið verður í eftirfarandi röð í Meistaraflokki :

Tvenndarleikur : Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH mæta Kristófer Darra Finnssyni TBR og Drífu Harðardóttur ÍA

Einliðaleikur kvenna : Margrét Jóhannsdóttir TBR mætir Sigríði Árnadóttur TBR

Einliðaleikur karla : Kári Gunnarsson TBR mætir Róberti Inga Huldarssyni BH

Tvíliðaleikur karla : Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson, TBR, mæta Daníel Jóhannssyni og Jónasi Baldurssyni, TBR

Tvíliðaleikur kvenna : Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Drífa Harðardóttir ÍA mæta Margréti Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur, TBR

Íslandsmeistarar ársins 2019 eiga allir möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra nema í tvenndarleik þar sem nýtt par verður krýndur sigurvegari.

Allt íþróttaáhugafólk hvatt til þess að nýta tækifærið og fylgjast með okkar bestu badmintonspilurum í beinni útsendingu. Einnig er velkomið að fylgjast með úrslitaleikjunum úr stúkunni í Íþróttahúsinu við Strandgötu en fjöldi er þó takmarkaður við 200 manns fædda 2004 og eldri vegna sóttvarnarreglna.

Yfirlit yfir úrslitaleiki á Meistaramóti Íslands í badminton 2020:

Bein útsending á Youtube:

61 views0 comments

Kommentare


bottom of page