top of page
Search
  • bsí

Íslensku krakkarnir hafa lokið leik í einliðaleik á EM - tvíliðaleikur hjá stelpunum á morgun


Íslensku keppendurnir ásamt Viktor Axelsen.Íslensku keppendurnir á Evrópumeistaramóti U15 spiluðu öll í einliðaleik í dag.

Halla Stella Sveinbjörnsdóttir mætti Johönku Ivanovicovu frá Slóvakíu en Johanka er með 9 röðun inn í mótið. Johanka vann leikinn 21-11 og 21-5. Lilja Bu mætti Leiu Glaude frá Belgíu í fyrsta leik sínum og vann Lilja leikinn 21-17 og 21-10. Í næstu umferð mætti hún svo Kajsu Van Dalm frá Danmörku en Kajsa er með 5 röðun inn í mótið. Vann Kajsa leikinn 21-6 og 21-9. Bæði Johanka og Kajsa eru komnar í 8 liða úrslit á mótinu.

Einar Óli Guðbjörnsson mætti Adrei Schmidt frá Eistalandi í fyrstu umferð. Vann Andrei fyrstu lotuna 21-9 en Einar kom sterkur inn í þá seinni en endaði þó með sigri Andrei 21-19. Máni Berg Ellertsson mætti Marco Danti frá Ítalíu. Marco vann fyrstu lotuna 21-9 en Máni, líkt og Einar Óli, náði sér mun betur á strik í þeirri seinni. Marco vann seinni lotuna 21-15. Hafa því íslensku leikmennirnir lokið keppni í einliðaleik og öll reynslunni ríkari eftir fyrsta stórmótið.


Einar Óli og Máni Berg spiluðu einnig tvíliðaleik í dag en þeir mættu Oleksandr Chyrun og Danylo Mats frá Úkraínu. Stóðu strákarnir sig vel en þurftu að sætta sig við tap 21-11 og 21-12.


Tvíliðaleikurinn hjá stelpunum hefst á morgun kl 10:40 og er hægt að sjá leikinn í beinni útsendingu á www.badmintoneurope.tv


Nánari úrslit og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.123 views0 comments

Comments


bottom of page