top of page
Search
  • laufey2

ÚRSLIT Á ÓSKARSMÓTI KR 2024, 24 - 25 FEBRÚAR.

Óskarsmót KR 2024 fór fram um helgina í KR heimilinu, Reykjavík. Mótið var 125 ára afmælismót KR og voru 63 keppendur á mótinu. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Keppt var í einliða, tvíliða og tvenndarleik í Úrvals-, 1. og 2. deild.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Gústav Nilsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna vann Lilja Bu TBR gull og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH silfur.Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR gegn Eiði Ísak Broddasyni og Gústav Nilsson TBR og þar sigruðu Daníel og Jónas.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Lilja Bu og Una Hrund Örvar TBR / BH gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.


Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Una Hrund Örvar TBR / BH gull og Guðmundur Adam Gígja og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.
Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Eggert Þór Eggertsson TBR og í öðru sæti varð Daníel Máni Einarsson TBR.


Í einliðaleik kvenna vann Iðunn Jakobsdóttir TBR gull og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.Í tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR og í öðru sæti urðu Eggert Þór Eggertsson og Óðinn Magnússon TBR.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Elín Helga Einarsdóttir og Lena Rut Gígja BH lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Eggert Þór Eggersson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Sebastían Vignisson og Natalía Ósk Óðinsdóttir silfur.Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Samin Sayri Feria Escobedo KR gull og Han Van Nguyen KR silfur.Í tvíliðaleik karla unnu Einar Örn Þórsson og Halldór Magni Þórðarson UMFA gull og Kristján Ásgeir Svavarsson og Sebastían Vignisson silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Angela Líf Kuforji og Snædís Sól Ingimundardóttir BH og í öðru sæti urðu Hera Nguyen og Þórdís María Róbertsdóttir KR / BH.


Í tvenndarleik unnu Einar Örn Þórsson og Arndís Sævarsdóttir UMFA gull og Han Van Nguyen og Hang Thi Nguyen KR silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu KR

86 views0 comments

Comments


bottom of page