Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina, 15.-17. nóvember 2024.
Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild og var þátttaka mjög góð, alls 98 keppendur.
Umgjörð BH var frábær á Strandgötunni, með 5 mottur og teppi í kring. Notast við stigakerfi Róberts Inga, með sjónvörpum með nöfnum leikmanna við hvern völl og stór skjár sem sýndi stöðu allra leikja og næstu leiki.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Gústav Nilsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna sigraði Gerda Voitechovskaja BH og Katla Sól Arnarsdóttir BH varð í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla unnu Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR og Gústav Nilsson og Vigni Haraldssyni TBR urðu í öðru sæti.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH.
Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson TBR og Gerda Voitechovskaja BH gull og Daníel Jóhannesson TBR og Una Hrund Örvar silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Guðmundur Adam Gígja BH og og í öðru sæti varð Jónas Orri Egilsson TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Emma Katrín Helgadóttir Tindastól gull og Sigrún Marteinsdóttir TBR silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Jón Sverrir Árnason og Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti urðu Daníel Ísak Steinarsson og Hólmsteinn Valdimarsson BH.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Halla María Gústafsdóttir og Katrín Vala Einarsdóttir BH gull og Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH silfur.
Í tvenndarleik sigruðu Sebastían Vignisson og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Jón Víðir Heiðarsson og Lena Rut Gígja BH lentu í öðru sæti.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Brynjar Petersen TBR gull og Helgi Valur Pálsson BH silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Birna Sól Björnsdóttir KR og í öðru sæti varð Angela Líf Kuforji BH.
Í tvíliðaleik karla urðu Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH í fyrsta sæti og Ásgeir Andri Adamsson og Elvar Jóhann Sigurðsson Samherja í öðru sæti.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Birna Sól Björnsdóttir og Hera Nguyen KR og í öðru sæti urðu Snædís Sól Ingimundardóttir og Þórdís María Róbertsdóttir BH.
Í tvenndarleik unnu Han Van Nguyen og Birna Sól Björnsdóttir KR gull og Helgi Valur Pálsson og Þórdís María Róbertsdóttir silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu BH.
Comments