Meistaramót Aftureldingar 2024 var haldið um helgina, í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Alls mættu 82 keppendur til leiks og keppt var í einliðaleik og tvenndarleik á laugardeginum og tvíliðaleik á sunnudeginum. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Ingi Huldarsson BH varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna sigraði Gerda Voitechovskaja BH og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Einar Óli Guðbjörnsson og Eiður Ísak Broddason TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.
Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson TBR og Una Hrund Örvar BH gull og Davíð Bjarni Björnsson TBR og Gerda Voitechovskaja BH silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Eiríkur Tumi Briem TBR og í öðru sæti varð Óðinn Magnússon TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Emma Katrín Helgadóttir Tindastól gull og Birna Sól Björnsdóttir KR silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Örn Harðarson TBR og Elis Tor Dansson UMFA og í öðru sæti urðu Funi Hrafn Eliasen og Jónas Orri Egilsson TBR.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH lentu í öðru sæti.
Í tvenndarleik unnu Eiríkur Tumi Briem og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Þorvaldur Einarsson og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA silfur.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Lúðvík Kemp BH gull og Grímur Eliasen TBR silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti varð Sigrún Marteinsdóttir TBR.
Í tvíliðaleik karla unnu Hákon Kemp og Lúðvík Kemp BH gull og Dagur Örn Antonsson og Helgi Sigurgeirsson BH silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Birna Sól Björnsdóttir og Hera Nguyen KR og í öðru sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH og Sunna Brá Stefánsdóttir UMFA.
Í tvenndarleik unnu Haukur Þórðarson og Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Einar Örn Þórsson og Arndís Sævarsdóttir UMFA silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu Aftureldingar
Commentaires