top of page
Search
  • laufey2

ÚRSLIT Á REYKJAVÍKURMÓTI FULLORÐINNA 2024, 16-17 MARS.

Reykjavíkurmeistaramót 2024 (Reykjavíkurmót fullorðinna) var haldið í  TBR – húsinu um helgina. Alls voru 91 keppandi á mótinu. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Keppt var í einliða, tvíliða og tvenndarleik í Úrvals-, 1. og 2. deild.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Þór Henn TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna vann Lilja Bu TBR gull og Emelie Hansson Svíþjóð silfur.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer Darri.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Lilja Bu og Una Hrund Örvar TBR / BH gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson og Una Hrund Örvar BH gull og Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu TBR silfur.
Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti varð Jón Víðir Heiðarsson BH.


Í einliðaleik kvenna vann Iðunn Jakobsdóttir TBR gull og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson og Kjartan Pálsson TBR og í öðru sæti urðu Eggert Þór Eggertsson og Óðinn Magnússon TBR.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir TBR lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Elis Tor Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir gull og Bjarni Þór Sverrisson og Iðunn Jakobsdóttir silfur.
Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Grímur Eliasen TBR gull og Brynjar Petersen TBR silfur.Í einliðaleik kvenna vann Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Hera Nguyen KR silfur.Í tvíliðaleik karla unnu Han Van Nguyen og Tómas Þór Þórðarson KR / TBR gull og Einar Örn Þórsson og Kristján Hrafn Bergsveinsson UMFA silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Snædís Sól Ingimundardóttir og Þórdís María Róbertsdóttir BH og í öðru sæti urðu Anna Bryndís Andrésdóttir og Eva Ström UMFA / TBR.


Í tvenndarleik unnu Birkir Darri Nökkvason og Elín Helga Einarsdóttir gull og Egill Þór Magnússon og Elín Wang UMFA / TBR silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR


75 views0 comments

Comments


bottom of page