top of page
Search
  • bsí

Úrslit frá Meistaramóti BH og RSL



Mynd fengin af láni frá BH.


Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Róbert Inga Huldarsson BH. Róbert vann fyrstu lotuna 20-22 en það var svo Daníel sem vann næstu tvær lotur 21-16 og 21-17.


Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Sigríður Árnadóttir TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR. Júlíana vann fyrstu lotuna 21-13 en það var svo Sigríður sem vann aðra lotuna 13-21 og þurfti því oddalotu þar sem Júlíanna hafði betur 21-10.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Bjarna Stefánssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu 21-14, 18-21 og 21-15.


Í tvíliðaleik kvenna voru það Sigríður Árnadóttir TBR og Elsa Nielsen TBR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa unnið Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR og Karolinu Prus TBR í úrslitaleik 21-14 og 21-15.


Í tvenndarleik mættust Daníel Jóhannesson TBR / Sigríður Árnadóttir TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR / Una Hrund Örvar BH. Voru það Daníel og Sigríður sem unnu 19-2, 23-21 og 21-13.



A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Elís Tor Dansson TBR. Hann mætti Bjarka Stefánssyni TBR í úrslitum þar sem Elís vann 21-17, 14-21 og 21-13.


Í einliðaleik kvenna var spilað í fjögurra manna riðli og var það Rakel Rut Kristjánsóttir BH sem vann alla þrjá leiki sína og stóð því upp sem sigurvegari. Í öðru sæti var Björk Orradóttir TBR.


Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Askur Máni Stefánsson og guðmundur Adam Gígja báðir í BH og Orri Örn Árnason GH og Tryggvi Nielsen TBR. Voru það þeir Orri Örn og Tryggvi sem unnu leikinn 21-18 og 21-1.


Í tvíliðaleik kvenna var spilað í fimm liða riðli þar sem Björk Orradóttir TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR sigruðu alla sína leiki. Í öðru sæti voru svo Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Margrét Nilsdóttir TBR.


Í tvenndarleik voru það Karolina Prus TBR og Bjarki Stefánsson TBR sem sigruðu Egil Sigurðsson TBR og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR 21-17, 18-21 og 21-13.



B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Steinar Petersen TBR og Haukur Þórðarsson TBR. Var það Steinar sem vann leikinn 21-10 og 21-16.


Í einliðaleik kvenna vann Hrafnhildur Edda Ingavrsdóttir TBS en hún spilaði í úrslitum gegn Kötlu Sól Arnarsdóttir BH. Vann Harfnhildur leikinn 21-9 og 21-12.


Í tvíliðaleik karla sigruðu Jón Sverrir Árnason BH og Stefán Steinar Guðlaugsson BH þá Alexander Stefánsson UMFA og Arnar Freyr Bjarnason UMFA 21-18 og 23-21.


Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Inga María Ottósdóttir UMFA og Sunnar Karen Ingvarsdóttir UMFA en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Elín Ósk Traustadóttir og Lena Rut Gígja, báðar í BH.


Í tvenndarleik voru það Stefán Steinar Guðlaugsson BH og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir BH sem sigruðu eftir hörku leik Þórarinn Heiðar Harðarsson UMFA og Sunnu Karen Ingvarsdóttir UMFA 15-21, 21-18 og 21-15.



Hér má finna öll nánari úrslit frá mótinu.


Þá má finna myndir af verðlaunahöfum mótsins ásamt fleiri myndum frá mótinu á facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.

87 views0 comments

Comments


bottom of page