top of page
Search
  • bsí

Úrslit frá Meistaramóti TBR 2022

Meistaramót TBR fór fram nú um helgina og var vel staðið að mótinu sem fram fór við erfiðar aðstæður vegna sóttvarnarreglna. Mótið gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


TBR færði Elsu Nielsen blóm í tilefni þess að að Elsa varð nýlega heimsmeistari í tvíliðaleik öldunga ásamt Drífu Harðardóttir. Elsa sigraði í tvíliðaleik á mótinu með Sigríði Árnadóttur.
Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Róbert Þór Henn TBR í úrslitaleiknum 21 - 16 og 23 - 21.

Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Lilja Bu TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og vann Lilja leikinn 21 - 16 og 21 - 19.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónas Baldurssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 11 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR / Elsa Nielsen TBR og Sólrún anna Ingvarsdóttir BH / Una Hrund Örvar BH. Voru það Sigríður og Elsa sem unnu leikinn 21 - 11 og 21 - 12.

Í tvenndarleik unnu þau Kristófer Darra Finnson TBR og Una Hrund Örvar BH gegn Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.


A flokkur :


Í einliðaleik karla sigraði Eysteinn Högnason TBR. Hann mætti Atla Tómasyni TBR og vann leikinn 21 - 9, 19 - 21 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna sigraði Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Úlfheiði Emblu Ágeirsdóttir 21 -19 og 21 - 10.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Davíð Phuong Xuan Nguyen BH / Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og Haukur Stefánsson TBR / Kjartan Pálsson TBR. Voru það Davíð og Sigurður sem unnu leikinn 21 - 10 , 18 - 21 og 21 - 14.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Björk Orradóttir TBR / Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR Lilja Berglind Harðardóttir BH / Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir BH. Voru það Björk og Ragbheiður sem unnu leikinn 21-9 og 21-18.

Í tvenndarleik mættustEysteinn Högnason TBR / Lilja Bu TBR og Brynjar Már Ellertsson ÍA / Björk Orradóttir TBR. Voru það Eysteinn og Lilja sem unnu leikinn 21 - 16 og 21 - 11.


B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Han Van Nguyen TBR og Þorvaldur Einarsson UMFA. Var það Han Van sem vann leikinn 21 - 12 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna var það Katla Sól Arnarsdóttir BH sem sigraði Sunnu Karen Ingvarsdóttir UMFA 15-21, 21-11 og 21-15.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Tómas Þór Þórðarson TBR / Úlfur Blandon TBRog Han Van Nguyen TBR / Thejus B. Vankatesh KR til úrslita. Voru það Tómas og Úlfur sem unnu leikinn 6 - 21, 21 - 19 og 21 - 18.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS / Katla Sól Arnarsdóttir BH og Elín Helga Einarsdóttir BH / Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA . Voru það Hrafnhildur og Kalta Sól sem unnu leikinn 21-8 og 21-14.

Í tvenndarleik léku til úrslita Sebastían Vignisson BH / Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS og Jón Víðir Heiðarsson BH / Erla Rós Heiðarsdóttir BH. Voru það Sebastían og Hrafnhildur sem unnu 21 - 16 og 21 - 19.

Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.


Myndir frá mótinu má finna á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.115 views0 comments

Comments


bottom of page