top of page
Search
  • bsí

Úrslit frá TBR Opið


Lilja Bu vann einliðaleik kvenna í MeistaraflokkiDaníel Jóhannesson vann í einliðaleik karla í Meistaraflokki


Fyrsta mót Hleðslubikarsins, TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.


Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Eið Ísak Broddason TBR í úrslitum 21-7 og 21-7. Í einliðaleik kvenna var það Lilja Bu TBR sem vann Júlíönu Karítas Jóhannsdóttur í gríðarlega spennandi úrslitaleik 16-21, 21-18 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR 21-14, 17-21 og 21-16. Tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH en þær unnu Sigríði Árnadóttur TBR og Þórunni Eylands Harðardóttur TBR eftir oddalotu 21-17, 17-21 og 21-12.Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu Davíð Bjarna Björnsson TBR og Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-18.

Í A-flokki sigraði Steinþór Emil Svavarsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Eirík Tuma Briem TBR 21-10 og 21-19. Í einliðaleik kvenna var leikið í þriggja manna riðli og var það Natalía Ósk Óðinsdóttir BH sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti var María Rún Ellertsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik karla unnu Þorvaldur Einarsson Aftureldingu og Guðmundur Þorlákur Guðmundsson Aftureldingu en þar var einnig leikið í þriggja liða riðli. Í öðru sæti urðu Garðar Hrafn Benediktsson BH og Steinþór Emil Svavarsson BH. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvenndarleikurinn var einnig spilaður í riðli en fjögur lið voru skráð til leiks. Voru að Þorvaldur Einarsson Aftureldingu og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti urðu Davíð Örn Harðarson TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA sem unnu tvo leiki en töpuðu einum.

Einar Óli Guðbjörnsson TBR sigraði í einliðaleik karla B.flokki en hann vann í úrslitum Ara Þórðarson KA 21-18 og 21-18. Í einliðaleik kvenna var leikið í þriggja manna riðli og var það Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem vann báða sína leiki. Í öðru sæti varð Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Í tvíliðaleik voru það Guðmundur Adam Gígja BH og Jón Sverrir Árnason sem unnu þá Ara Þórðarson KA og Ásgeir Andra Adamsson Samherja í úrslitaleik 21-14, 17-21 og 21-17. Tvíliðaleik kvenna unnu Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Sara Bergdís Albertsdóttir BH en keppt var í þriggja liða riðli. Í öðru sæti urðu Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH. Tvenndarleikinn í B.flokki unnu Guðmundur Adam Gígja BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH en þau mættu Jón Sverri Árnasyni BH og Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH og unnu í spennandi leik 21-19 og 24-22.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opið

Þá má finna myndir af verðlaunahöfum á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.

104 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page