top of page
Search
annamargret5

Þjálfaradagur á Laugarvatni

Endurmenntunardagur var haldin fyrir badmintonþjálfara laugardaginn 21. maí á Laugarvatni.

Þjálfarahópurinn samanstóð af þjálfurum frá Aftureldingu, BH, ÍA, TBA, TBR, TBS og Tindastóli.


Fylgst var með danska gestaþjálfaranum Anders Thomsen sem stýrði badmintonæfingunum þessa helgina. Mikið var rætt um taktík bæði í einliða og tvíliðaleik. Hópnum var kynjaskipt og voru áherslurnar dálítið ólíkar fyrir hvorn hóp fyrir sig.




Anders hélt fyrirlestur fyrir þjálfara sem fjallaði um afreksþjálfun og Sveinn Þorgeirsson hélt fyrirlestur fyrir þjálfara og leikmenn þar sem umfjöllunarefnið var hvernig á að æfa á hvíldartímabili e. transition period. Hópurinn skellti sér svo niður í fjöru þar sem hverabrauð var grafið upp og fengu allir að gæða sér á. Dagurinn endaði á kvöldmat og Fontana spa.

158 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page