top of page
Search
bsí

Þjálfaranámskeið í sumar





Badmintonsamband Íslands óskar eftir þjálfurum til að taka þátt í þjálfaranámskeiðum sem verða haldin erlendis í sumar.

Í boði eru tvö námskeið:

Sumarskóli Badminton Europe í Slóveníu 4. - 11. júlí og North Atlantic Camp í Færeyjum - 10. - 16. ágúst.



Þjálfararnir verða jafnframt fararstjórar íslensku krakkanna sem verða valin til að taka þátt í þessum verkefnum. Sumarskólinn er fyrir aldurshópinn U15 og North Atlantic Camp er fyrir aldurshópana U13-U17.

Krafist er töluverðrar þjálfarareynslu og kunnáttu. Sumarskólanámskeiðið gefur þjálfaragráðu BWF Level 2 og þarf viðkomandi þjálfari sem fer þangað að hafa lokið þjálfaragráðu BWF level 1.


Þjálfaranámskeiðin og allur ferðakostnaður eru á kostnað BSÍ.

Vinsamlegast sendið inn upplýsingar um menntun og reynslu í þjálfun. Farið verður eftir reynslu og menntun þjálfara þegar valið verður úr umsóknum.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kjartan fyrir 7.mars

18 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page