top of page
Search
  • bsí

KBK tapaði fyrsta leik tímabilsins


Danska deildin hófst um helgina. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. í vetur en félagið spilar í 2. deild en deildin er spiluð í tveimur átta liða riðlum. Fyrsti leikur liðsins var gegn Solrød Strand 3 á laugardaginn. Lið KBK tapaði 5-8.

Kári lék annan einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Frederik Anker Nielsen. Kári vann leikinn auðveldlega 21-5, 21-11. Tvíliðaleikinn lék hann með Nikolaj Eskesen. Þeir mættu Thomas Dew-Hattens og

Andreas Fleischer sem höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 21-15, 21-9.

KBK vann auk einliðaleiks Kára báða einliðaleiki kvenna og fyrsta einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar KBK og Solrød Strand 3.

Eftir þessa fyrstu umferð annarrar deildar er KBK í 7. sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 23. september gegn Gentofte 2.


12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page