top of page
Search

Hvidovre fellur um eitt sæti

bsí

Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Drífa Harðardóttir spilar með Hvidovre 2 en félagið spilar í 3. deild en deildin er spiluð í fjórum átta liða riðlum. Þriðji leikur liðsins var gegn Badminton Roskilde á laugardaginn. Hvidovre tapaði 5-8.

Drífa lék fyrsta tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvenndarleik fyrir lið sitt. Tvíliðaleikinn lék hún með Jennifer Andersen gegn Rikke Madsen og Cecilie Dall Larsen. Drífa og Andersen unnu eftir oddalotu 20-22, 21-19, 21-7. Tvenndarleikinn lék hún með Søren Tarp gegn Kristian Høholdt Kræmer og Olivia H. Mikkelsen, sem unnu 21-11, 21-8.

Hvidovre 2 vann auk tvíliðaleiks Drífu annan tvenndarleik, annan einliðaleik kvenna og annan og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðeignanna.

Eftir þessa þriðju umferð þriðju deildar er Hvidovre 2 í sjöunda sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 28. október en þá leikur Hvidovre 2 gegn Værløse 3.


 
 
 

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page