top of page
Search
  • bsí

Úrslit Vetrarmóts TBR


Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Að þessu sinni var keppt bæði í A- og B-flokki.

Í flokki U13 vann Steinar Petersen TBR en hann vann Eirík Tuma Briem TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 24-22 og 21-18. Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik í flokki táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Einar Óli Guðbjörnsson og Jónas Orri Egilsson TBR en þeir lögðu Steinar Petersen og Eirík Tuma Briem TBR í úrslitum eftir oddalotu 12-21, 21-18, 21-17. Í tvenndarleik unnu Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR Arnar Svan Huldarsson og Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH í úrslitum 23-21, 21-9.

Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-19, 21-13. Lilja Bu TBR vann í einliðaleik meyja en hún vann í úrslitum Sigurbjörgu Árnadóttur TBR 21-18, 21-9. Báðar voru þær að keppa upp fyrir sig. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-12, 21-17. Í tvíliðaleik meyja unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR þær Lilju Berglindi Harðardóttur og Rakel Rut Kristjánsdóttur BH 21-15, 21-18. Í tvenndarleik unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR þau Steinþór Emil Svavarsson og Lilju Berglindi Harðardóttur BH 21-13, 21-17. Gústav vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U17/U19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR en hann vann í úrslitum Andra Broddason TBR eftir oddalotu 16-21, 21-19, 21-19 í einliðaleik drengja. Þórunn Eylands TBR vann Katrínu Völu Einarsdóttur BH í úrslitum í einliðaleik telpna 21-11, 21-12. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Broddason og Elís Þór Dansson TBR Símon Orra Jóhannsson TBR og Þórð Skúlason BH eftir oddalotu 17-21, 26-24, 21-14. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH þær Önnu Alexöndru Petersen og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 10-21, 21-19, 21-10. Í tvenndarleik unnu Elís Þór Dansson og Þórunn Eylands TBR en þau unnu í úrslitum Þórð Skúlason og Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-7, 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Vetrarmóti TBR. Næsta mót á Dominos unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 25. - 26. nóvember næstkomandi.


22 views0 comments
bottom of page