top of page
Search
  • bsí

KBK fer upp um tvö sæti


Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. en félagið spilar í 2. deild en deildin er spiluð í tveimur átta liða riðlum. Fjórði leikur liðsins var gegn Hillerød á laugardaginn. Lið KBK vann 8-5.

Kári lék fyrsta einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Peter Rasmussen. Kári tapaði 21-7, 21-15. Tvíliðaleikinn lék hann með Simon Pihl. Þeir öttu kappi við Martin Weber Schmidt og Peter Rasmussen og töpuðu 21-17, 21-16.

KBK vann báða tvenndarleikina, annan einliðaleik kvenna, annan og fjórða einliðaleik karla og annan og þriðja tvíliðaleik karla í þessum leik KBK og Hillerød.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðeignanna.

Eftir þessa fjórðu umferð annarrar deildar fer KBK upp um tvö sæti og er í því fimmta. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 18. nóvember gegn Holte.


31 views0 comments
bottom of page