top of page
Search
  • bsí

Keppni heldur áfram í Noregi


Kristófer Darri og Davíð Bjarni unnu fyrsta tvíliðaleik sinn á Alþjóðlega norska mótinu í dag. Þeir öttu kappi við Torjus Flaatten og Peter Rönn Stensæth frá Noregi og unnu eftir oddalotu 15-21, 21-19, 21-14. Þeir spiluðu í annarri umferð við Matthew Clare og David King frá Englandi en þeim er raðað númer fjögur inn í greinina. Davíð og Kristófer töpuðu fyrir þeim 18-21, 14-21.

Alda Karen og Arna Karen kepptu í tvíliðaleik við Madeleine Persson og Mtina Runesson frá Svíþjóð og unnu 21-13, 21-19. Þær mættu í næsta leik Sonja Langthaler og Antonia Meinke frá Austurríki sem slógu þær úr leik með sigri eftir oddalotu 21-10, 19-21, 21-13.

Með því hafa íslensku leikmennirnir lokið keppni í Noregi.


81 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page