top of page
Search
  • bsí

Úrslit Meistaramóts BH


Meistaramót BH var haldið í Strandgötunni um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR einliðaleik karla þegar hann vann Sigurð Sverri Gunnarsson TBR í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-18, 21-17. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR unnu tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Davíð Phuong og Róbert Inga Huldarsson BH 21-13, 21-12. Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir unnu tvíliðaleik kvenna en þær unnu Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-16, 14-21, 22-20. Margrét Jóhannsdóttir vann þrefalt á mótinu því hún vann einnig tvenndarleikinn ásamt meðspilara sínum, Daníel Thomsen. Keppt var í riðli í greininni.

Elís Þór Dansson TBR vann einliðaleik karla í A-flokki er hann vann í úrslitum Aron Óttarsson TBR 21-19, 21-12. Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna. Hún vann í úrslitum Katrínu Völu Einarsdóttur BH eftir oddalotu 9-21, 21-17, 21-10. Tvíliðaleik karla unnu Ingólfur Ingólfsson og Jón Sigurðsson TBR en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson TBR 21-15, 21-14. Gömlu kempurnar Anna Lilja Sigurðarsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH unnu tvíliðaleik kvenna en þær lögðu í úrslitum mæðgurnar Margréti Dís Stefánsdóttur TBR og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-17, 22-20. Tvenndarleikinn í A-flokki unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Þau unnu Önnu Lilju Sigurðardóttur og Borgar Ævar Axelsson BH í úrslitum 22-20, 21-18.

Einliðaleik karla í B-flokki vann Gústav Nilsson TBR. Hann vann í úrslitum Egil Magnússon Aftureldingu 21-17, 21-16. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli en hann vann María Rún Ellertsdóttir ÍA. Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Óli Hilmarsson BH unnu tvíliðaleik karla með því að sigra í úrslitum Egil Magnússon og Hall Helgason Aftureldingu 21-15, 21-19. Í tvíliðaleik kvenna var keppt í riðli en hann unnu Ingunn Gunnlaugsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Mæðginin Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR unnu tvenndarleikinn með því að sigra feðginin Kristján Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttur BH í úrslitum 21-17, 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.


130 views0 comments
bottom of page