top of page
Search

Unglingamót Aftureldingar er um helgina

  • bsí
  • Nov 23, 2017
  • 1 min read

Unglingamót Aftureldingar verður haldið um helgina í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista unglinga. Mótið er með breyttu sniði þetta árið en eingöngu verður keppt í einliðaleik í flokkum U11-U17/19. Keppt verður bæði í A-flokki og B-flokki.

Alls eru 118 keppendur skráðir til leiks frá sex félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR og TBR.

Mótið hefst klukkan 10 á laugardag en þann dag er keppt í flokkum U11 og U13. Á sunnudaginn verður fram haldið frá klukkan 9:30 með leikjum í flokkum U15 og U17/19.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.


 
 
 

Commentaires


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page