Search
  • bsí

Úrslit Unglingamóts Aftureldingar


Unglingamót Aftureldingar fór fram um helgina. Mótið, sem gefur stig á styrkleikalista unglinga, var með breyttu sniði þetta árið en eingöngu var keppt í einliðaleik - bæði í A- flokki og B-flokki. Keppt var í aldursflokkum U11-U17/19.

Í flokki U13 vann Arnar Svanur Huldarsson BH í einliðaleik hnokka. Hann vann í úrslitum Daníel Mána Einarsson TBR 21-14, 21-13. Ekki var keppt í flokki táta.

Í flokki U15 stóð Gústav Nilsson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik hnokka þegar hann vann Stefán Árna Arnarsson TBR í úrslitum 21-19, 21-19. María Rún Ellertsdóttir ÍA vann í einliðaleik meyja. Hún vann í úrslitum Lilju Bu TBR 21-16, 21-12.

Í flokki U17/19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR þegar hann vann Einar Sverrisson TBR í úrslitum 21-18, 21-13. Einliðaleik telpna vann Katrín Vala Einarsdóttir BH en hún vann í úrslitum Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH eftir oddalotu 21-16, 16-21, 21-15.

Smellið hér til að sjá úrslit í B-flokki og í yngstu flokkunum.


111 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM