top of page
Search
  • bsí

Dregið í riðla í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða


Dregið hefur verið í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða sem fer fram í Kazan í Rússlandi dagana 13. – 18. febrúar 2018.

Íslenska karlalandsliðið dróst í þriðja riðil með Þýskalandi, Lúxemborg og Azerbaijan. Það má segja að liðið sé heppið með riðil. Karlalandsliðið hefur einu sinni mætt Lúxemborg, árið 2012, og unnið 3-2. Landsliðið hefur einu sinni mætt Lúxemborg, árið 2005, og unnið 4-1. Við höfum ekki mætt Azerbaijan eða Þýskalandi, sem er raðað inn í riðilinn. Alls taka 29 þjóðir þátt í Evrópukeppni karlalandsliða. Árið 2016 urðu Danir Evrópumeistarar karlalandsliða.

Íslenska kvennalandsliðið dróst í riðil 1 með Danmörku, Svíþjóð og Ísrael. Það er öllu erfiðari riðill. Við höfum einu sinni unnið Svíþjóð, árið 2010 en þá unnum vann kvennalandsliðið 4-1. Karlalandsliðið hefur tapað fyrir þeim þrisvar og kvennalandsliðið einu sinni, árið 1984. Við höfum aldrei unnið Dani. Við höfum mætt Ísrael þrisvar, einu sinni með kvennalandslið okkar og tvisvar í landsleik blandaðs liðs og unnið í öll skiptin, árin 1994 4-1, 2011 4-1 og 2015 3-1. Alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópukeppni kvennalandsliða. Árið 2016 urðu Danir Evrópumeistarar kvennalandsliða.

Íslenska landsliðið skipa:

Daníel Jóhannesson, Davíð Bjarni Björnsson, Kári Gunnarsson og Kristófer Darri Finnsson. Arna Karen Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands. Þau koma öll úr TBR.

Smellið hér til að sjá hvernig dróst í riðla.


53 views0 comments
bottom of page