Search
  • bsí

Drive 2 tryggir sér efsta sæti riðilsins


Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 sem spilar í þriðju deild en deildin er spiluð í fjórum átta liða riðlum. Sjötti leikur liðsins var gegn Ølstykke og rótburstaði andstæðing sinn, 12-1.

Magnús Ingi lék fyrsta tvenndaleik með Amalie Sindberg gegn Jonas Pommergaard. Þeir unnu 21-11, 21-8. Magnús lék líka annan tvíliðaleik karla ásamt Mads Prangsgaard. Þeir unnu Jesper Juhl og Morten Wiinberg 21-12, 21-9.

Drive 2 vann alla leiki nema fyrri einliðaleik kvenna. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive 2 og Ølstykke.

Eftir þessa sjöttu umferð er Drive 2 áfram í toppsæti riðilsins og engin leið fyrir annað lið að vinna af þeim toppsætið. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Drive 2 mun spila á vorönninni í umspili um að komast upp í aðra deild.

Síðasti leikur liðsins er gegn NBK Amager laugardaginn 13. janúar 2018.


16 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e