Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 sem spilar í þriðju deild en deildin er spiluð í fjórum átta liða riðlum. Sjötti leikur liðsins var gegn Ølstykke og rótburstaði andstæðing sinn, 12-1.
Magnús Ingi lék fyrsta tvenndaleik með Amalie Sindberg gegn Jonas Pommergaard. Þeir unnu 21-11, 21-8. Magnús lék líka annan tvíliðaleik karla ásamt Mads Prangsgaard. Þeir unnu Jesper Juhl og Morten Wiinberg 21-12, 21-9.
Drive 2 vann alla leiki nema fyrri einliðaleik kvenna. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Drive 2 og Ølstykke.
Eftir þessa sjöttu umferð er Drive 2 áfram í toppsæti riðilsins og engin leið fyrir annað lið að vinna af þeim toppsætið. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum. Drive 2 mun spila á vorönninni í umspili um að komast upp í aðra deild.
Síðasti leikur liðsins er gegn NBK Amager laugardaginn 13. janúar 2018.