top of page
Search
  • bsí

Hvidovre 2 í næstneðsta sæti riðilsins


Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Drífa Helgadóttir spilar með Hvidovre 2 sem spilar í þriðju deild en deildin er spiluð í fjórum átta liða riðlum. Sjötti leikur liðsins var gegn Slagelse og Hvidovre 2 tapaði 6-7.

Drífa lék fyrsta tvenndaleik með Søren Clausen gegn Rasmus Brix Jensen og Maja Bech. Þau unnu 21-15, 21-13. Drífa lék líka fyrsta tvíliðaleik kvenna ásamt Jennifer Andersen. Þær fengu leikinn gefinn.

Hvidovre 2 vann auk leikja Drífu annan einliðaleik kvenna, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Slagelse.

Eftir þessa sjöttu umferð er Hvidovre 2 í sjöunda og næstsíðasta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Síðasti leikur liðsins er gegn Solrød Strand laugardaginn 13. janúar 2018.


21 views0 comments
bottom of page