top of page
Search
  • bsí

Deildakeppni BSÍ hefst á morgun


Deildakeppni BSÍ fer fram í húsum TBR, Gnoðarvogi 1, dagana 9-11. febrúar.

Alls taka 15 lið frá sjö félögum þátt í keppninni en keppt er í þremur deildum, Meistaradeild, A-deild og B-deild.

Mynd af sigurliðinu síðan í fyrra

Fyrirkomulagið í meistaradeild er þannig að fjögur lið keppa í riðli, allir við alla. Sigurliðið er Íslandsmeistari og félagið keppir fyrir höndi Íslands í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deild eru skráð til keppni sex lið sem keppa í einum riðli, allir við alla.

Fimm lið eru skráð til keppni í B-deild og verður einn riðill þar líka og í hinum deildunum þar sem allir spila við alla.

Hvetjum við alla til að kíkja í TBR húsið um helgina og fylgjast með gríðarlega spennandi keppni.

Hér er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar varðandi tímasetningar og niðurröðun mótsins.

Laufey Sigurðardóttir er yfirdómari mótsins.


218 views0 comments
bottom of page