top of page
Search
bsí

Íslenska landsliðið hélt til Kazan í morgun


Karla- og kvennalandsliðs Íslands í badmintoni hélt til Kazan í Rússlandi í morgun þar sem þau keppa á Evópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða, en mótið fer fram dagana 13.-18.febrúar.

Á myndina vantar Kára Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið dróst í þriðja riðil með Þýskalandi, Lúxemborg og Azerbaijan. Karlalandsliðsið hefur einu sinni mætt Lúxemborg og vann þá viðureignina 3-2. Ísland hefur aldrei áður spilað gegn Azerbaijan eða Þýskalandi. Alls taka 29 þjóðir þátt í Evrópukeppni karlalandsliða Ísland mun hefja leik gegn Þýskalandi þriðjudaginn 13.febrúar kl 10:00 á staðartíma. Karlalandsliðið skipa þeir : Daníel Jóhannesson, Davíð Bjarni Björnsson, Kári Gunnarsson og Kristófer Darri Finnsson.

Í hverri umferð eru 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir.

Íslenska kvennalandsliðið dróst í riðil 1 með Danmörku, Svíþjóð og Ísrael. Við höfum einu sinni unnið Svíþjóð, árið 2010 en þá unnum vann kvennalandsliðið 4-1. Karlalandsliðið hefur tapað fyrir þeim þrisvar og kvennalandsliðið einu sinni, árið 1984. Við höfum aldrei unnið Dani. Við höfum mætt Ísrael þrisvar, einu sinni með kvennalandslið okkar og tvisvar í landsleik blandaðs liðs og unnið í öll skiptin, árin 1994 4-1, 2011 4-1 og 2015 3-1. Alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópukeppni kvennalandsliða. Árið 2016 urðu Danir Evrópumeistarar kvennalandsliða.

Ísland kvennalandsliðið mun hefja sitt mót gegn Ísrael kl 13:30 á staðartíma. Íslenska kvennalandsliðið skipa : Arna Karen Jóhannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands Harðardóttir.

Í hverri umferð eru 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir

Landsliðsþjálfarar Íslands eru þau Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson.

Hægt verður að fylgjast með framgangi mótsins hér.


78 views0 comments
bottom of page