Search
  • bsí

Þýskaland - Ísland (5-0) og Ísrael - Ísland (3-2)


Karla- og kvennalandsliðið hófu bæði keppni í dag á Evrópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða.

Íslenka karlalandslið hóf mótið gegn mjög sterku liði Þýskalands og endaði viðureignin með 5-0 tapi. Í hverri viðureign eru leiknir 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir. Kári Gunnarsson spilaði gegn Marc Zwiebler sem er nr 52 á heimslistanum í einliðaleik. Kári tapaði 10-21 og 10-21. Kristófer Darri og Daníel Jóhannesson töpuðu einnig sínum einliðaleikjum á móti sterkum andstæðingum.

Á brattan var einnig að sækja í tvíliðaleikjunum sem töpuðust báðir í tveimur lotum.

Tinna Helgadóttir sagði þetta eftir leikinn:

"Leikurinn á móti Þjóðverjum var fyrirfram sá erfiðasti í riðlinum. Við höfum aldrei unnið leik á móti þeim og bjuggumst þar af leiðandi við erfiðum leik. Strákarnir áttu erfitt uppdráttar í öllum leikjum og voru að gera of mörg einföld mistök. Við verðum að minnka það í leiknum á móti Azerbaijan á morgun sem við stefnum auðvitað á að vinna".

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Ísrael 3-2 þar sem Sigríður Árnadóttir vann bæði í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Margréti Jóhanssdóttur. Hinir tveir einliðaleikirnir töpuðust báðir mjög tæpt. Margrét laut í lægra haldi eftir hörkuleik við Dönu Danilenku 21-18, 17-21 og 17-21. Arna Karen Jóhannsdóttir lék gegn Margaret Lurie og sigraði Margaret 24-22 og 21-18. Þær Margrét og Sigríður fóru mjög örugglega í gegnum sinn tvíliðaleik og sigruðu 21-13 og 21-7. Arna Karen og Þórunn Eylands urðu að játa sig sigraðar 16-21 og 16-21. Atli Jóhannesson sagði þetta eftir leikinn :

"Leikurinn við Ísrael var sá leikur sem við vildum vinna því við vitum að það verður á brattan að sækja gegn Danmörku og Svíþjóð. Þetta voru því smá vonbrigði en dýrmæt reynsla, sérstaklega fyrir yngri spilara landsliðsins. Stelpurnar fundu sig ekki alveg í dag og á góðum degi ættu þær að vinna þetta lið. Þrátt fyrir tapið voru einnig jákvæðir punktar sem við getum tekið með okkur sem mun nýtast okkur í framtíðinni".

Bæði lið leika einnig á morgun. Strákarnir spila gegn Azerbaijan kl 16:00 ( á staðartíma ) og stelpurnar eiga tvo leiki. Sá fyrri gegn Svíþjóð kl 09:00 ( á staðartíma ) og svo síðar um kvöldið gegn dönum eða kl 19:00.

Hægt verður að horfa á leik strákanna í gegnum live-stream með því að ýta á þenna hlekk :

http://www.laola1.tv/de-at/livestream/2018-02-14-badminton-bec-european-team-championships-court-6-lde

Leikurinn hjá stelpunum við dani verður einnig sýndur á live-stream :

http://www.laola1.tv/de-at/livestream/2018-02-14-badminton-bec-european-team-championships-court-3-lde


95 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM