Search
  • bsí

Íslenskur sigur hjá strákunum


Íslenska karlalandsliðið vann öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í dag á Evrópumeistaramóti landsliða.

Fyrirfram var íslenska liðið sigurstranglegra og var raunin sú að strákarnir voru miklu betri.

Fyrsta einliðaleik lék Kári Gunnarsson gegn Sabuhi Huseynov og vann örugglega 21-9 og 21-2. Kristófer Darri Finnsson lék einliðaleik nr.2 gegn Jahid Alhasanov og sigraði 21-12 og 21-11. Þriðja einliðaleikinn spilaði Daníel Jóhannesson gegn Azmy Qowimuramadhoni, sem er frá Indónesíu en spilar fyrir Azerbaijan. Töluðu Tinna og Atli , landsliðsþjálfarar, um að hann hafi klárlega verið þeirra sterkasti maður þó hann hafi spilað leik nr.3. Þurfti Daníel að játa sig sigraðan í tveimur lotum 12-21 og 18-21.

F.v Kári Gunnarsson, Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson

Kári Gunnarsson og Daníel Jóhannesson spiluðu fyrsta tvíliðaleik karla og unnu þægilegan 21-12 og 21-12 sigur. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson unnu einnig sinn tvíliðaleik en þeir sigruðu Azmy Qowimuramadhoni og Kanan Rzayev 21-12 og 21-16.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson

Strákarnir eiga sinn síðasta leik í riðlinum gegn Lúxemborg í fyrramálið og stefnir liðið á að enda í 2.sæti riðilsins með því að vinna þann leik.

Hægt verður að fylgjast með gangi máli með því að smella hér.


185 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM